Auðvitað kaupa menn sér ráðgjöf.

það segir sig sjálft, að ef þú tekur að þér ráðuneyti sem fer með málefni sem þú ekki hefur gripsvit á, vilt ekki opinbera vanþekkinguna fyrir vel menntuðu og kláru starfsfólki ráðuneytisins, þá ferðu til "innvígðra og innmúraðra", vina og skólafélaga og kaupir þér aðstoð. Færð haug af skýrslum, greinargerðum og tillögum, veður svo fram á völlinn, (þegar búið er að læra heima) og þykist allt vita. Þetta ferli tekur svona 1-2 ár og kostar þessar 24 millur.

Svo kemur næsti ráðherra og kannski veit hann eitthvað meira, eða ætlar bara að vera stutt og nota starfsfólið í ráðuneytinu og/eða ráðgjafavinnuna dýru, sem enn liggur einhversstaðar á borðunum. En þá verður fyrrverandi voða sár og segist hafa fundið upp hjólið.

Er þetta ekki einhvernveginn svona sem við erum að sjá þennan leikþátt gerast núna....?


mbl.is Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband