Vilhjálmur hefur lög að mæla.

Um það þarf ekki að efast fremur en fyrri daginn. Á endurskoðendur er vafalaust hægt að hengja mikinn skít úr þessu hruni.Þeir eru sumir til í allt, ef það er í þágu þess sem þeim finnst vera "aðal karlinn".

Af því hef ég bitra reynslu frá einu stærsta nafninu úr þessari stétt, sem taldi allt í lagi að stjórnarmaður í almenningshlutafélagi fremdi augljóst lögbrot, sér til hagsbóta, þar sem "litlar líkur væru til að saksóknari kæmist með nefið í málið". Hann er svo reyndar endurskoðandi fyrirtækja stjórnarmannsins.....En áfram Villi það er af nógu að taka og þú hefur nef fyrir skítalyktinni.


mbl.is „Endurskoðendur vernduðu stjórn FL"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

"Virt" fyrirtæki, sérfræðingar og háskólastofnanir s.s. Hagfræðistofnun HÍ hafa tekið duglega þátt í ruglinu.  Logos lögfræðiskrifstofan sú elsta og "virtasta" á landinu, stofnuð af fyrsta forseta lýðveldisins hefur verið heimsótt reglulega af lögreglunni rétt eins og hvert annað fíkniefnagreni.

Sigurjón Þórðarson, 7.6.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er mikið af "virtum" misindismönnum á ferðinni hér og enn er verið að vitna til ummæla þeirra með velþóknun í fjölmiðlum, ekkert síður en fyrir hrunið sem þeir bera stóra ábyrgð á Sigurjón. Hann Þorvarður kvótaguru var á allra vörum fyrir nokkrum dögum og allir fjölmiðlar vissir um að þangað væri einhverja visku að sækja varðandi álit á kvótakerfi í fiskveiðum? Það ætlar að verða erfitt að kenna sumum?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.6.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mikið talað um ábyrgð endurskoðenda en ef ársreikningar eru skoðaðir þá verð ég nú að segja fyrir mig að mér finnst ÁBYRGÐ endurskoðenda nokkuð ÓLJÓSsvo ekki sé nú fastar að orði kveðið og í ljósi þeirrar vitleysu sem hefur verið í gangi undanfarin ár, get ég ekki betur séð en áritun löggiltra endurskoðenda á ársreikninga fyrirtækja sé bara til SKRAUTS, þó svo að ekki sé alltaf hægt að líta á þetta "pár" sem skraut.

Jóhann Elíasson, 7.6.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ábyrgð bera þeir öngva Jóhann og þeir eru nánast óþreytandi við að benda manni á það atriði sjálfir.

En auðvitað á að gera þá ábyrga fyrir því sem hægt er að rekja til handvamma af þeirra völdum, það er ómögulegt annað en það sé hægt?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.6.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 947

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband