Allt á ábyrgð Íslendinga.

Að sjálfsögðu, það vorum við nú búin að segja okkur sjálf. Allt þetta klabb er á okkar ábyrgð og það er ekki skemmtilegt, en varla annað að gera en að kyngja því. Það er hinsvegar spurning hvort ekki þarf eitthvað að drekka með því til að ná að kyngja? Mér sýnist á skrifum sumra að þeir bara komi þessu ekki niður hjálparlaust og enn aðrir sem virðast ekki kunna að skammast sín.
mbl.is Gátu ekki stöðvað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siðleysið sem olli þessum vanda heldur áfram. Nú með því að skrifa undir skuldbindingu, sem vitað er að er okkur ofviða. Með því að skrifa undir skjöl sem við fáum ekki að sjá.

 Hvenær rísum við upp sem menn og tökum ábyrgð? Ábyrg þjóð er stolt þjóð. Hún leitar lagalegs réttar síns. Hún beygir sig ekki fyrir ofurefli, né lætur sér misneytingu lynda.

Ekki meir, ekki meir af heimsku og heimóttarskap. Við þjóðin eigum ekki að hafa neina sektarkennd fyrir þau mistök sem stjórnvöld og bankamenn gerðu. Við eigum einfaldlega að axla ábyrgð eftir að dómsúrskurður er fallinn og ef hann er okkur í óhag, þá eigum við að semja um það sem er heilbrigt og mögulegt.

Doddi D (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 07:16

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi skuldbinding er nú ekki að verða til með þessu tunglinu? Mér virðist nú ekki vera margt í stöðunni til að koma okkur undan þeirri klessu. Sé ekki annað en við verðum að taka þann slag og að liðnum þessum sjö árum verður að setjast niður með þessum skuldareigendum og skoða hvað stendur útaf borðinu? Við verðum að kaupa okkur tíma, eða fara bara í gjaldþrot, er það kostur í stöðunni?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.6.2009 kl. 07:51

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kannski er gjaldþrot betri kostur en það að láta "stöðugleikaliðið" mergsjúga liðið í einu sinni enn og þá í þrælaböndum.

Magnús Sigurðsson, 17.6.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband