Skulda og skulda...?

Er það tilfellið að þeir félagar séu stórskuldugir Liverpúl? Ekki hef ég mikla trú á því, þeir gera þar af leiðandi örugglega það sem þeim finnst best fyrir sína framtíð. Liverpúl? Kannski? En ekkert öruggt með það fyrr en búið er að ganga frá því.
mbl.is Benítez: Skulda Liverpool að halda kyrru fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei af hverju að fara frá öflugasta liði Englands eins og staðan er í dag??? Hópurinn er gríðarlega þétt skipaður úrvals leikmönnum og liðið er sterkara en united liðið. Ekki nokkur spurning. Innbirðisleikirnir á síðasta tímabili sýndu það augljóslega. Einnig sem blóðtaka united er gríðarlega með Teves og Ronaldo.

Frelsisson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 18:08

2 identicon

Tek það fram að ég var mjög sáttur við síðasta tímabil og tel það dæmalausa óheppni að hafa ekki unnið deildina.. eins og reyndar margir united menn viðurkenna.. þó flestir séu þeir mjög blindir á önnur lið.

Frelsisson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 18:09

3 identicon

Það er alveg frábært að lesa e-ð eftir þennan Frelssison. Ert þú ekkert blindur vinurinn? Spurning um að vera ekkert að saka menn að vera blindir þegar menn eru með bundið fyrir augun sjálfir. Það er alltaf þessi sama endemis óheppni sem eltir Liverpool og alltaf sama heppnin sem hrekkur til United. Mér finnst nú eiginlega bara hálf kjánalegt að lesa svona þvælu frá fullorðnum manni. Deildin snýst ekki um að skora flestu mörkin og tapa fæstu leikjunum, hún snýst um að hala inn sem flest stig! Þetta er ósköp einfalt. Jafntefli þýðir 2 töpuð stig, það er bara þannig...og þegar uppi var staðið var United með 4 stigum meira en Liverpool. Deildin er maraþon, ekki spretthlaup og snýst um stöðugleika...það var e-ð sem Liverpool skorti sárlega eftir að Benitez fór með ræðuna sína frægu á blaðamannafundi...

Krummi (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 18:27

4 identicon

Liverpool sýndi einmitt ágætis stöðugleika á síðasta tímbili og það í fyrsta skipti í langan tíma. Þegar liðin eru hinsvegar borin saman þá kemur það út eftir síðasta tímabil að united tapaði fyrir Liverpool í tveimur innbyrðis leikjum??? Vissulega höluðu united inn fleiri stig og unnu deildina en það var einungis fyrir óheppni Liverpool ekki hversu hrikalega góðir þeir voru. 

Það er bara magnað að lesa eitthvað eftir united menn... þeir viðurkenna sárasjaldan að önnur lið séu að gera eitthvað af viti... ég hef oft hrósað united liðinu ef þú hefur lesið pistla eftir mig. 

Frelsisson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 19:46

5 identicon

en gaman að þú skulir skemmta þér yfir pistlunum mínum.. lærir kannski eitthvað af því ;)

Frelsisson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 19:46

6 identicon

og ég endurtek það sem ég sagði... eins manns liðið united á eftir að hrynja á næsta tímabili.

Frelsisson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 19:47

7 identicon

Já, þeir voru dæmalaust óheppnir hjá Hull að vinna ekki deildina, meina......... þeir voru alveg að vinna leiki og skora mörk.

Þvílíkt bull Frelsison, taflan segir sitt, þá voru United menn alveg jafn óheppnir að vinna ekki stærra, með besta leikmann í heimi innanborðs, Lpúl er samansafn af þokkalegum leikmönnum sem eru reyndar nokkrir ofmetnir.

Arnþór (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 19:50

8 identicon

Ég legg nú ekki í vana minn að lesa marga pistla frá þér en hef dottið inn á nokkra ansi skrautlega.

United komst lengra í öllum keppnum, enduðu ofar í deild, fóru alla leið í Carling Cup, komust lengra í FA Cup og meistaradeild og tóku þátt í heimsmeistaramóti félagsliða í Japan og kláruðu það...fjandans heppni hjá þeim alltaf hreint, eða hvað?

Ég er ekki að taka neitt af Liverpool liðinu, þeir áttu í fyrsta skipti séns á deildinni fram í næst síðasta leik og það hefur ekki gerst mjög lengi, vonandi verður spennan jafn mikil næsta season. En menn vinna ekki bikara í innbyrðist viðureignum. Í ár tapaði United vissulega fyrir Liverpool tvisvar, á sama tíma í fyrra tapaði United líka tvisvar fyrir City. Þýddi það þá að City var með betra lið það ár þegar United varð meistari líka? Í ár unnu Utd hinsvegar báðar innbyrðis viðureignirnar við City. Þetta snýst ekki um hvaðan stigin koma, bara að þau komi í hús og verði sem flest í lokin...

Menn verða jú líka að geta tekið ósigri eins og menn en ekki töngslast endalaust á einhverju "hvað ef" hjali og óheppnisrugli.

Hinsvegar vona ég að fleiri góðir leikmenn flykkist ekki frá Englandi til Spánar. Sem aðdáandi enska boltans vil ég sjá bestu leikmennina þar, en hitinn á Spáni, evrukaupið og lægri skattur er kannski að soga til sín feitustu bitana núna. Allavega mun Sepp Blatter ekki opna á sér túllann þegar spænski og ítalski boltinn er annars vegar, ansi hræddur um að ef Real Madrid væri enskt lið þá væri hann að missa sig í fjölmiðlum um hvað þetta væri að skemma boltann í dag.

Krummi (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:04

9 identicon

Vissulega um tvö mjög jöfn lið að ræða og engin að segja annað... en mín skoðun er bara sú að Liverpool liðið sé sterkara og þá á ég við mannskapinn sem liðið hefur á að skipa. Miðjan og sóknin er gríðarlega sterk og mun sterkari en hjá united. Vandamálið hefur verið fólgið í bakvörðum að mínu áliti og klaufa mistök þar í gegnum árin. Þetta horfir þó til betri vegar með Glen Johnson. Já ég tel það hafa verið fjandans óheppni að vinna ekki deildina í ár og vík ekki frá þeirri skoðun minni. En undan gengin ár get ég ekki sagt það sama. Einfaldlega var liðið ekki nógu gott þau ár.

Hinsvegar held ég að Liverpool liðið sé betur skipað en united liðið en sjáum hvað setur... ég er allavega mjög bjartsýnn ef við höldum okkar bestu póstum á miðjunni þá sérstaklega.

Frelsisson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:13

10 identicon

og hvað varðar pistlana þá eru nú sumir bara til að stuða united menn... smá kaldhæðni inn á milli ;) menn verða nú að geta tekið smá skotum eins og menn án þess að væla um það. Þá er um að gera að skjóta á móti.

Frelsisson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:14

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ef það eru einhverjir sem eiga erfitt með að kyngja einhverju gríni á liðið sitt þá eru það Lúserpúlarar? Það er ótrúlegt hvað þeir eru viðkvæmir, á stundum...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.7.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 965

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband