En hvað með Kjartan Gunnarsson?

Ætlar Steingrímur virkilega að fara fram gegn þessum einum af okkar glæstustu sonum? Því trúi ég nú ekki fyrr en ég sé það. En það vill til að Kjartan telur sig auðvitað alsaklausan af Icesave, enda bara tengill FLokksins við bankastjórnina og ekki þarna nema í mesta lagi til að hlaða undir sig og sína. En það verður áhugavert að sjá hvað úr þessum hanaslag verður.
mbl.is Ríkið í mál vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Nú kemur sér vel fyrir Kjartan að klíkubróðir hans, Björn Bjarnason, er búinn að rústa dómskerfinu (með smá hjálp frá Árna Matt) með því að horfa eingöngu á flokksskýrteini umsækjenda en ekki hæfi. 

Kjartan er því nokkuð öruggur með það að verða ekki dæmdur.

Alli, 21.8.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Íslendingar eru ofdekruð þjóð sem mótmælir með því að stofna til facebook mótmæla, safna undirskriftlistum, nöldra á kaffistofum um hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? jú fær sér meira kaffi og nöldrar meira... er fólk og upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? Það er búið að brjóta niður sjálfstraust íslendinga og við erum lifandi afturgöngur og það er hlegið að okkur erlendis. Fólk er tilbúið að skella sér á allskonar uppákomur, sem dæmi mættu 30.000 manns á Fiskidaginn á dalvík, 30.000 manns ! og það mættu hvorki meira né minna en 80.000 manns á Gay Pride og þetta getur fólk mætt á en þegar það er verið að biðja fólk um að mæta til að mótmæla þá mæta nokkur hundruð hræður, t.d. mættu tæplega 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave ... eru íslendingar með öll ljós kveikt og engan heima ? Um helgina er menningarnótt og má búast við 80.000 - 100.000 manns á þá menningarnótt, það er alveg kjörið að láta þetta verða stærstu mótmæli íslandssögunar og gera uppreisn "Power To The People" Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi eða gefa því viku til að hypja sig og kalla svo eftir aðstoð frá Interpol því hérna er verið að arðræna landið með aðstoð skilanefnda sem sendir almenningi reikninginn og íslendingar geta bókað það að það er búið að afskrifa milljarða tugi útrásarvíkinga og enginn veit af því vegna þess að hér er jú bankaleynd ...

http://simnet.is/freebsd/facebook1.jpg

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 14:35

3 identicon

Þarf alltaf að finna einhvern "sökudólg"?

Þarf að persónugerfa alla hluti ?

Þurfum við virkilega að taka afstöðu til Geirs, Ingibjargar Sólrúnar eða hvað arftakar þeirra heita ? Kjartan Gunnarsson?

Mér er nákvæmlega sama hvað einstaklingurinn heitir sem sinnti ekki sinni embættisskyldu. Ég vil hinsvegar vita hvaða hlekkir brugðust í kerfinu og gjarnan hvers vegna.

Agla (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 982

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband