Og grundvöllurinn innganga í ESB.

Eitthvað sem flestir gera sér grein fyrir. það gengur auðvitað ekki að rigga upp svona verksmiðju hér ef greiða þarf tolla af framleiðslunni inn til Evrópu. Með tolla á framleiðslunni verðum við að framleiða í ESB landi og taka hráefnið þangað tollfrjálst, að mestu.

En þetta skilja nú flestir, nema einangrunarsinnar úr FLokknum og VG.


mbl.is Bakkavör skoðar enn að reisa hér verksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er alveg rétt sem þú bendir á, en segir hinsvegar ekki alla söguna. Með inngöngu í ESB er hætta á því jafnvel þó að fiskurinn sé veiddur og fullunninn hér heima, þá gæti hagnaðurinn af því endað annarsstaðar en í hagkerfi Íslands. Það er ekkert endilega víst að það sé þjóðhagslega hagkvæmt á heildina litið og til lengri tíma.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.8.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðmundur:

Ef fiskurinn verður veiddur og unninn hér verður virðisaukinn hér og mest af honum verður eftir hér á einn eða annan hátt.

Þetta er algjörlega hárrétt afstaða hjá Hafsteini og hann ætti nú að átta sig á því að stór hluti sjálfstæðismanna hefur alls ekkert á móti aðildarviðræðum við ESB, þótt við áskiljum okkur rétt til að hafna samningnum - líkt og flestir Íslendingar nema kannski alhörðustu ESB sinnar!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.8.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Held það væri gagn af því fyrir þig Guðmundur, að kynna þér hvert stórir aðilar hér í veiðum og vinnslu eru að fara með afraksturinn af veiðum og "vinnslu" í dag. Samherji hefur ekki fjárfest á íslandi í mörg herrans ár. En þú getur farið um alla Evrópu og niður til Afríku til að finna þeirra fjárfestingar, mörgum sinnum öflugri en hér, en þær finnast ekki á Íslandi.

Vísir í Grindavík, sem eru hvað frægastir fyrir að greiða lægsta fiskverð í heiminum fyrir besta hráefni sem hægt er að komast yfir, eingöngu línuveiddan fisk sem þeim er liðið að taka í hús á hálfvirði, taka arðinn í verksmiðjum í landi og flytja hann í fjárfestingar í fisvinnslu í Kanada.

hefur þú einhvern ótta af José frá Lissabon samanborið við þessa menn? Ég hef það ekki og þekki þó talsvert til á þessum vígvelli kvótaskepnuskaparins, þetta getur ekki versnað. Þó verð ég að segja það, að ég hefði fremur kosið að ríkið hefði verið búið að taka kvótann með formlegum hætti til þjóðarinnar áður en inn er farið

Ég átta mig á því að stærri hluti FLokksmanna eru fylgjandi samningum við ESB. Gallinn er sá að þessi Náhirð Davíðs og það sem á henni hangir hefur þarna öll tögl og hagldir og ég óttast að svo verði enn um sinn. Meira að segja er Árni Johnsen virkjaður af útgerðarelítunni í Eyjum. (Skrifist Magnúsi Kristinssyni

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2009 kl. 09:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafsteinn. Þú segir að stórir aðilar í veiðum og vinnslu séu að flytja hagnaðinn úr landi nú þegar og fjárfesta hann erlendis, og eflaust hefurðu rétt fyrir þér að nokkru leyti. En heldurðu að það muni breytast þó við myndum ganga í ESB? Ég held nefninlega að það sé alls ekki gefið og það sem ég er að benda á er að þar með er ekkert víst að ESB-aðild myndi verða Íslandi til góða á heildina litið. Vissulega eru rök bæði með og á móti og margt fleira sem spilar þarna inn í, ekki bara peningar. Í mínu hjarta þá snýst spurningin um ESB um fleira en peninga og hvort hagnaður af hinu og þessu verði eitthvað meiri eða minni. Eða hvernig metum við íslenskt þjóðerni og fullveldi landsins til fjár? Ef þetta snerist eingöngu um peninga og hagnað, þá gætum við allt eins bara sett landið á uppboð og selt það hæstbjóðanda.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2009 kl. 12:36

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er handviss um að bæði erlendir og íslenskir aðilar mundu fjárfesta í frekari vinnslu í landinu ef aðstæður væru hagfelldari en nú er og það gerist ekki nema að tengjast ESB. Ég hef reyndar miklu meiri trú á erlendum fjárfestingum en íslenskum í greininni, (ég kalla reyndar fjárfestingu Bakkavarar evrópska, en hún verður örugglega ekki að veruleika nema með ESB inngöngu.)

Þetta snýst nákvæmlega um meira en peninga og ímyndaða hagsmuni Samherja eða annara, þetta snýst um velferð fólksins, almennings í landinu. Hún verður best tryggð svona. Að mínu áliti og margra annarra. 

Þetta uppboðs og sölukjaftæði íhaldspjakka á landinu er ekkert annað en froða til þess gerð að slá ryki í augu fólks, til að geta haldið áfram að ráðslaga með hluti sem er engum til gagns, nema þeim sjálfum og þeirra liði. Við erum t.d. uppí eyru núna í afleiðingum af svoleiðis háttalagi og verðum að losna undan ráðum þessara Hannesa.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 938

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband