Auðvitað er Baldur á bullandi gráu svæði.

Enda umhverfið sem Baldur Guðlaugsson vinnur í útbúið með þeim hætti að það er ekkert sem bannar honum að braska með hlutabréf, jafnframt því að vera ráðuneytisstjóri. Auðvitað mundi slíkt siðleysi sennilega hvergi á vesturlöndum verða liðið, en það sem almenningur á Íslandi er tilbúinn að horfa uppá af hendi ráðamanna hefur nú lengi verið rannsóknarefni.

Kannski að eitthvað sé að breytast, það væri nú ástæða til, eða hvað?


mbl.is FME skoðar innherjaviðskipti í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann Árni vill ekki evru.

En hann vill Færeyska krónu sem er jafngild Danskri sem aftur fylgir evru. Svo mér virðist að ef við tækjum upp Færeyska - danska krónu værum við tengdir evru? Nema við hefðum ekki Seðlabanka Evrópu á bakvið plottið og hvað væri unnið?
mbl.is Árni Johnsen vill færeyska krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður ekki orðað betur.

Hann Skúli orðar þetta ágætlega og það má mikið vera ef þjóðin þarf ekki að fara að losa sig úr þessari gíslingu. Svona getur þetta ekki gengið mikið lengur eins og allir geta séð og flestir fundið á sjálfum sér þessa dagana.

Nú er farið að skjálfa undir stórskuldugum sjávarútveginum, eins of margir hafa óttast að gæti orðið næsta mál, kvótaskuldirnar hlaða á sig endalausum kostnaði og vöxtum sem margir óttast, m.a. þessi hér  Segir Seðlabankann að setja af stað fjöldagjaldþrot í  sjávarútvegi 


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður að teljast mjög líklegt.

Engin spurning er um það, eins og margoft hefur verið haldið fram, að slík yfirlýsing mundi gefa okkur miklu meira en allar samanlagðar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar, þó hann yrði hundrað ára. En við sitjum uppi með að það þarf í það minnsta kosningar til að ná slíku fram og fer hreinlega að verða vandséð hvernig komist verður hjá kosningum, ef það er það sem þarf til að ná fram viðræðum og stefnubreytingu.
mbl.is Yfirlýsing um aðildarumsókn myndi hafa víðtæk áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferguson kominn í sögubækurnar.

Þar er hann kominn, hvernig sem allt veltist. Það eiginlega breytir engu hvernig endirinn verður, það á einfaldlega enginn eftir að slá út árangur Skotans snjalla hjá ManU eða annarsstaðar.

Hann er hinsvegar með lið sem hefur alla burði til að bæta enn við einhverju af titlum svo sagan er ekki fullskrifuð ennþá, ekki aldeilis. En það verður ekki auðvelt að taka við þarna?


mbl.is Ferguson:Eitt og hálft ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sjálfgefið.

Það er sko ekki sjálfgefið að þessi hækkun geri það ónýti sem flotkrónuræfillinn er neitt meira aðlaðandi. Raunar er ég viss um að Gullberg þessi, (skemmtilegt nafn á þjóðverja) hefur lög að mæla hvað það varðar og ræflinum verði ekki bjargað með neinu móti. Menn geta grátið sig hása um allar jarðir, en það eru ekki líkur á að það geri neitt fyrir flotkrónuræfil eða almenning í landinu.

Vonandi óþarflega svartsýnn, en sjáum hvað setur.


mbl.is 15% gengisfall krónu í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlega framsett frétt.

"Ákveðið að hækka stýrivexti um 6 prósentur", sem mér virðast nú vera 5,5 prósentur, en það þykir sennilega í lagi núna að námunda bara?
mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þótti nú fáum merkilegt, trúlega.

Stuðningur við ESB liggur sennilega að langmestu leiti í því að fólk vill losna frá flotkrónuræflinum. Hún á sér engrar viðreisnar von og við því verður að auðvitað að bregðast. Sjálfgræðisflokkur getur auðvitað haldið áfram að berja á því að halda sjó með krónuna og öll sitjum við uppi með hana næstu árin, í boði þeirra, en til framtíðar verður að hugsa sig frá henni yfir í evru ....eða Nok?
mbl.is Stuðningur við ESB-aðild og evru eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur varla á óvart?

Það er ótrúlegt að þessi niðurstaða komi á óvart. Samfylkingarfólk er margt sjálfsagt óánægt með að stjóninni skuli ekki slitið og boðaða til kosninga, sem væri óráð við þær aðstæður sem nú eru. Fylgið rakast svo af íhaldinu eins og vænta mátti, (og framsókn raunar líka) þar sem fólk er, eðlilega, að hengja á þá vandræðin af völdum útrásarinnar sem þeir sköpuðu aðstæðurnar fyrir.

Maður á svo alveg eftir að sjá hvort þessi staða skilar sér inní kosningar, en það fer sennilega eftir framganginum varðandi ESB framað kosningum og hvort Framsókn reynir að halda áfram með holdgerving útrásarinnar í Guðna Ágústssyni.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrgð á þessum gæja??

Það er með ólíkindum að horfa uppá vitleysuna, þarna er ráðinn inn Finnur þessi sem kom Icebank til andskotans og hefur sennilega þótt efnilegur þess vegna ? Hinsvegar ef eitthvað er varið í manninn þá finnst mér ekki skipta neinu máli hvort hann hefur eina eða tvær millur bara að hann geti sýnt okkur að hann sé ekki handónýtur flokksdindill...en vitleysunni virðist allt verða að vopni þessa dagana.
mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1303

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband