Hann er eitthvað spenntur kallinn.

Það hefur kannski þessi óæskilegu áhrif straffið sem kærastan setti hann í á dögunum. Hann á eftir að lifa 5-6 mánuði án kynlífs samkvæmt samningnum við stúlkukindina, sem er náttúrulega arfaslæmt fyrir mann sem virtist þurfa þrjár þegar verst lét. Grant og félagar verða að gera eitthvað fyrir drenginn svo hann drepi ekki einhvern Arsenalmann á vellinum þegar þeir mæta þeim....Frown
mbl.is Tvöföld afsökunarbeiðni frá Cole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg endurkoma.

Bryan Robson verður örugglega góður sendiherra Man.Utd., ekki vafi. Allir sem hafa fylgst lengi með Utd. hafa taugar til Robsons, frábær leikmaður og karakter. Það hefur ekki gengið vel hjá honum að festa sig annarsstaðar sem knattspyrnustjóri, þarna er hann hinsvegar kominn heim aftur og það er gott mál.
mbl.is Robson til Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaðrar við klikkun, held ég.

Mér og fleirum þótti nú nóg um þegar vinur minn einn, fyrrum skipstjóri, útgerðarmaður og aflakló við veiðar með tvílembingstroll, Jens Bojen, ákvað að drífa sig á Everest að verða 62 ára fyrir tveimur árum eða svo. Það voru enda fjölmargir sem ekki höfðu trú á kallinum í þennan slag. Það fór nú þannig að upp komst hann, þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður og mikil forföll úr hópnum m.a. þurfti einn af leiðangursstjórunum frá Jagged Globe sem skipulögðu túrinn að snúa frá vegna einhverra vandræða með hjartað. Þessi hetjudáð Jens aflaði elliheimili í Grimsby talsverðra tekna því hann ánafnaði þangað öllum styrkjum og áheitum sem til hans var beint, (maðurinn enda stöndugur og gat kostað sig sjálfur í túrinn) og var algengast að menn borguðu einhver pence á hvern meter sem hann færi upp frá búðum sem voru í tæpum 7ooo metrum að mig minnir.

Svo ég hef lært að afskrifa ekkert í svonalöguðu, en kannski mundi ég nú ekki veðja miklu á að Miura fari upp?? 


mbl.is Reynir að setja aldursmet á Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara snillingur.

Hann Ronaldo er ekkert venjulegur það eru nú flestir búnir að átta sig á núna, en það er svo magnað að hann virðist bara getað batnað. Ótrúlegur.


mbl.is Botna ekkert í aukaspyrnum Ronaldos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og ég hef áður sagt.

Það kostar ekkert að vera bjartsýnn og það verða menn auðvitað að vera í þessum bransa. Það stendur enda Benitez næst að hafa trú á strákunum, það væri nú ljótt ef hann hefði hana ekki.
mbl.is Benítez: Ekki afskrifa okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi verður þessi piltur ekki látinn ráða ferðinni.

Hann Einar tekur vonandi ákvörðun í þessu máli út frá heilbrigðri skynsemi og rökum en ekki einhverjum slíkum umhverfisstrumpum. Auðvitað á ekki að drepa hvali, nema vegna þess að hvalastofnar eru að vaxa okkur yfir höfuð og alger nauðsyn, með öllum tiltækum ráðum að koma hvalveiðum í gang.

Ég held mig við þá hugmynd að hingað eigi að fá fljótandi verksmiðju frá Japan eða Kóreu og bátar Kristjáns Loftssonar landi um borð í hana, sölumálin leyst, og ekkert vandamál í fjörunum hér.


mbl.is Hvetur Íslendinga til að virða bann við hvalveiðum í atvinnuskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja strætó á Suðurlandið.

Það er ekki hægt annað en að taka eftir því, að ævinlega þegar eru uppi einhver mál sem ættu að varða alla sunnlendinga þá vantar oftar en ekki Ölfusinga í umræðuna. Þó er, talandi um samgöngur sérstaklega, enginn staður á svæðinu eins afskiptur hvað samgöngur varðar. Mér er nær að halda, að þegar Herjolfur hættir hér siglingum falli allar almenningssamgöngur við Þorlákshöfn niður, nema flutningur unglinga í fjölbraut á Selfossi.

Það er eins og forsvarsmenn í Ölfusi hafi aldrei leitt að því hugann hve mikilvægar samgöngur, bæði við sitt nánasta umhverfi á suðurlandi og til höfuðborgarsvæðisins eru. Það eru dæmi þess að fólk hefur sett sig niður í Hveragerði fremur en hér í útnáranum, beinlínis vegna þess að þaðan var hægt að komast með almenningsvögnum til og frá vinnu og/eða skóla, en ekki héðan.

Kannski þurfa ráðamenn hér að fara að virka betur með öðrum á svæðinu til að hugsa betur um hagsmuni íbúanna og auðvitað ættu öll þessi pláss að vera í einu samfélagi, losa um eins og tvo bæjarstjóra o.s.frv., með öllu tilheyrandi, það mundi auka slagkraft svæðisins til muna og setja hagsmuni íbúanna ofar hagsmunum pólitíkur, eiginhagsmuna og smákónga eins og nú er allt of mikið á oddinum og raunar oftast. 


mbl.is Hvergerðingar vilja strætó austur fyrir fjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað Kjartan.

Þar kom að því að einhver sem hefur með hlutina að gera opnaði munninn til að láta frá sér eitthvað af viti um þessi mál. Það er bara ekki flóknara en það, að ef viðkomandi stórnotendur raforku eru ekki burðugri kaupendur en það, að ekki er hægt að ganga um landið eins og ásættanlegt er, þá þarf að finna aðra kaupendur að okkar vistvænu orku. Þeir eru klárlega til sem vilja getað státað af því að hafa ekki spillt umhverfinu nema í lágmarki.
mbl.is Stjórnarformaður OR vill línur meira ofan í jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri ekki gott að tapa þessum leik.

Ferguson fer ekki með neitt bull þar, fremur en endranær, það er beinlínis skyldusigur í þessum, sérstaklega til að hefna fyrir tapið á Reebok fyrr í vetur, minna má það nú ekki vera. Það er líka mála sannast að lokaspretturinn í deildinni verður rosalega spennandi og allt getur gerst í þessum umferðum sem eftir eru.


mbl.is Ferguson: Verðum að herða okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fátt er svo með öllu illt"...

Það ætti að kæta vini okkar dani ef bankarnir styrkjast vegna gengisfallsins, svo mikið er víst. Þeir hafa haft miklar áhyggjur af stöðu Íslensku bankanna og þetta er trú lega yfir þverar síður hjá þeim í dag...?

Þessi "gengisleiðrétting" kemur svo sem fleirum vel, eins og útflutningsgreinunum sem lengi hafa verið í miklum vandræðum vegna allt of hás gengis "flotkrónu", en almenningur í landinu mun blæða hressilega næstu mánuði, það fer ekki hjá því.


mbl.is Óinnleystur hagnaður bankanna 154 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband