Færsluflokkur: Dægurmál

Auðvitað eru mínir menn á lífi.

Það var makalaust að hlusta á síðdegisútvarpið í dag og heyra nánast alla sem talað var við spá Englendingum tapi, eða í mesta lagi jafntefli. Auðvitað eiga allir að vita það að það er seigt í Enska stálinu og þeir geta á góðum degi, jarðað þetta allt. Virkilega gaman að sjá Englendinga koma svona hressilega inní myndina og "jarða þessa andskota".
mbl.is Englendingar í sigurvímu eftir 4:1 sigur á Króötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær díll.

Ekki spurning um það, að landa þessum gamla jaxli og hörkunagla er gott mál fyrir WH. Vonandi að eitthvað sé eftir af mönnum til að berjast fyrir kallinn.
mbl.is Zola gerir þriggja ára samning við West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hef ég verið klukkaður.

Hvurn fjandan sem það nú þýðir. En eftir yfirferð á hvernig bloggvinirnir meðhöndla þessa uppákomu ætla ég að reyna og það verður að taka viljann fyrir verkið:

Verkamaður.

Sjómaður: háseti,kokkur,stýrimaður og skipstjóri.

Útgerðarmaður.

Framkvæmdastjóri.

-------------------------------------------------------

Ýmsar sem koma í hugan með Jerry Lewis og Dean Martin.

Risinn, gleymist aldrei.

Nýtt líf.

Mama mía. (Fór nýverið með barnabörnunum)

-------------------------------------------------------

Fréttir og fréttatengdir þættir.

Enski boltinn.

Formula 1 (ennþá)

Spaugstofan.

-------------------------------------------------------

Stokkseyri.

Selfoss.

Kópavogur (Reykjavík)

Þorlákshöfn (Siglufjörður)

-------------------------------------------------------

Lincolnshire, England.

Víða um Ísland.

Benidorm.

Kanarí.

-------------------------------------------------------

mbl.is

visir.is

skip,is

fiskistofa.is

--------------------------------------------------------

Einar Ben í ýmsum útgáfum. (Saga skáldsins og frumkvöðulsins)

Ásgeir Jakobsson.

Góði dátinn.

Já ráðherra. (Á náttborðinu núna)

----------------------------------------------------------

Fiskur af öllu tagi.

Og aftur fiskur, (skeldýrs kvikindi) HUMAR.

Lambakjöt.

Hvalkjöt, aldeilis frábært á grillið t.d.

----------------------------------------------------------

Níels Ársælsson

Kristinn Pétursson

Sigurður Þórðarson

Jóhannes Ragnarsson

----------------------------------------------------------

Sommaröy Norge.

Í góðum hópi vina á fjöllum, sama hvar.

Bejing, á OL fatlaðra.

Um borð í Cruser á Karabíska. (kostar ekkert að dreyma?)

 

 

 

 

 


Það stendur ekki á góðum fréttum.

Árangur yfirlýsingar þeirra feðga lætur ekki á sér standa, sem eðlilegt er. En það er lítið um góðar fréttir af flotkrónuræflinum fremur en fyrri daginn. Mig minnir að einhverjir spekingar hafi talað um botninn í þeirri niðursveiflu um síðustu mánaðamót, jafnframt toppinum í bólgunni ? Hvar eru þeir spekingar núna ? Kannski hafa þeir ofmetið gagnsemi aðgerðarleysis Geirs ? Ég veit ekki, "drekk ekki mjólk".


mbl.is Bréf Eimskips hækka um 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gat aldrei neitt annað skeð.

Það hefði nú verið útrúlegt að þeir feðgar hefðu látið Eimskip lenda á vergangi? Ég hef sagt það allan tíman síðan farið var að kjafta um vandræðin núna vegna ábyrgðarinnar, að þeir mundu koma til skjalanna. Þeim er enda málið tengt á svo marga vegu í sínum rekstri, auk þess sem hægt er að ímynda sér að það tengist fjölskyldunni móralskt. Thor gamli er nú upphafsmaðurinn að óskabarninu, auk þess sem það er örugglega sætt fyrir Bjögga að koma að því að bjarga félaginu sem kom honum á kné á sínum tíma, ekki vandi að setja sig í þau spor.

En þetta er hið besta mál fyrir alla og hægt að óska mönnum til hamingju með óskabarnið, eina ferðina enn.


mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó það nú væri.

Ekki það að það breyti sennilega einhverju, það er nefnilega engin hætta á öðru en að þeir sem fara höndum um áfrýjunina séu keyptir eins og hinir, það er bara fínt hjá þeim að fá það á hreint. Það eru nú ekki margir sem hafa tjáð sig um þennan dóm sem ekki sjá ósanngirnina og ósamræmið í honum, en bíðum við ég spái að ekkert breytist...Angry
mbl.is McLaren heldur áfrýjun til streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Árna.

Þetta er mjög gáfuleg ákvörðun hjá honum Árna. Ekki svo sem ólíkt pilti, að fjúka upp kolvitlaus yfir ósvífninni og ósanngirninni. Svo er þetta náttúrulega löngu úr honum og ekkert eftir annað en að taka skynsamlega ákvörðun og Árni er nógu stór til að taka hana, það er hann að sýna okkur núna.

Til hamingju með þetta Árni, það verður stundum að bakka þó það liggi betur fyrir að keyra áfram.


mbl.is Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning um það, það er miklu fé varið til skólamála.

Og ekkert nema gott um það að segja. það eru hinsvegar dálítil áhöld um hversu vel peningarnir eru að skila sér í betri menntun. Það eru margir þeirrar skoðunar að fjármunir séu ekki að nýtast eins og hægt væri að ætlast til og árangur sé ekki ásættanlegur, miðað við það sem gerist í kringum okkur og þá ekki síst með tilliti til fjármuna sem eytt er í menntamál.


mbl.is Ísland ver mestu til skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er mál til komið.

Að það sé tekið til hendinni hjá þessu sjálftöku-yfirgangsliði. Og alltaf skal það vera Síminn sem fólk lendir í vandræðunum með, þar sem er eins og það séu bara tölvur sem reka draslið og fólk komi þar hvergi nærri. Lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að þurfa að hringja þangað mörgum sinnum á dag í viku, alltaf að tala við nýja og nýja, tyggjandi upp sömu söguna og þurfa svo jafnvel að hlusta á starfsfólkið vælandi yfir hverslags hryllingur sjoppan sé orðin og það geti ekkert gert, þrátt fyrir að sjá klárlega vitleysuna.

Ég trúi því að Síminn, eins og hann er, geti ekki orðið mjög gamalt fyrirtæki, það hljóta bara að rakast af þeim viðskiptin á báðar hendur. Svo eru stofnuð fleiri og fleiri fyrirtæki innan fyrirtækisins og svo lendir það jafnvel allt í hári saman við að klína skítnum hvert á annað. Nei mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvar þessir menn hafa lært að reka fyrirtæki og ætla rétt að vona að ég finni mér og mínum einhvern annan farveg heldur en þar og svona við fyrstu skoðun virðist ekki vera mikill vandi að spara talsvert af peningum líka með því að kveðja Símann.


mbl.is Ekki má synja um símanúmeraflutning vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofreynt sig í sumarfríinu?

Hann hefur sennilega tekið á í garðinum í sumar og ofreynt sig. En gamanlaust þá munar nú um drenginn, en þeir eru nú sýnd veiði en ekki gefin þrátt fyrir það, þó vissulega aukist líkur minna manna við þennan missi hjá Liverpool.
mbl.is Gerrard ekki með á móti United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband