Færsluflokkur: Dægurmál

Sé að hann er ekkert á ferðinni hérna....

En það er kannski ekkert undarlegt, honum finnst sjálfsagt að hjörðin sé eitthvað meira reikandi annarsstaðar. Ég vil fá for(n)manninn á svæðið....ásamt Stormsker, það gæti orðið gaman. Stormsker hefur glettilega gott lag á þeim forna...Efnahagsmál held ég hinsvegar að Guðni viti akkúrat ekkert um, þannig virkaði hann í síðustu stjórn, nema að einhver hafi tekið hann í læri síðan...?
mbl.is Guðni í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og það er ekkert oflof.

Það er gaman að sjá að það eru allir á einu máli um að strákarnir eru að vinna þessa sigra sína á OL vegna þess að þeir eru gríðarlega öflugir, en ekki fyrir heppni eða með hjálp dómaranna eða eitthvað álíka. Þeir eru að vinna sannfærandi útá þennan rosalega sköpunarkraft. Maður á einfaldlega ekki orð.
mbl.is „Sköpunarkraftur af öðrum heimi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkir yfirburðir.....

Svakalegur leikur, ótrúlegir yfirburðir og enn og aftur er markvarslan gríðarlega góð, en liðsheildin bjó til þennan sigur, fyrst og fremst.
mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru fólk.

Það verður ekki annað sagt en að þarna sé tekið á hlutunum og einfaldlega gert það sem þarf að gera. Auðvitað uppskera þau eins og til er sáð og fá aðdáun og athygli í bransanum, rétt eins og þau eiga skilið.
mbl.is Hraustlega gert hjá Landic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning Þorgerður.

Hafi einhverntíman verið hægt að réttlæta ferðalög ráðherra, þá þarf ráðherra íþróttamála að vera á svæðinu í framhaldinu. Líka vegna þess að hún þekkir vel til handboltans og veit hversu mikilvægt það er að gefa þeim allan þann stuðning sem mögulegt er.

Vonandi búin að bóka þau flug sem þarf nú þegar.


mbl.is Íhugar að fara aftur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Full "bláeygur" Björgvin.

Ég sé ekkert sem vekur mér neina bjartsýni um að þetta ræningjalið muni ætla að slaka einhverju af sínu herfangi til neytenda, alls ekkert. Þeir eru eins og fyrri daginn, bæði með belti og axlabönd sniðin af þeim sjálfum og væru bara ekki að sinna sínu ef þeir stæðu ekki vaktina við að raka að sínum fyrirtækjum, hafandi skotveiðileyfið á neytendur. Þarna eru engar varnir mögulegar virðist vera og það er svo um allan heim, að olíufélög græða ævinlega sem aldrei fyrr í verðuppsveiflu. 
mbl.is Viðskiptaráðherra: Eldsneyti á að lækka hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert að því að vakna í svona leik.

Sigur liðsins á Pólverjum var mjög sannfærandi og liðið virðist mjög vel stemmt í þessu móti. Án þess að auðvelt sé að taka neinn útúr sem burðarás í þessum sigri, þá stóð Björgvin sig á köflum stórkostlega í markinu. Það hefur aldrei gengið neitt hjá þessu liði ef markvarslan hefur ekki virkað vel og það gerir hún svo sannarlega núna...


mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt.

Það er virkilega ánægjulegt þegar hlutirnir æxlast með þessum hætti og aurarnir lenda þar sem þeirra er virkilega þörf. Það voru reyndar 4 réttir hérna og munaði því að 28 komu í stað 34...sem svo voru í næstu röð fyrir neðan. En það er bara gaman að þessu....Smile
mbl.is Milljónamæringar í Fellunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar glæsilegur árangur.

Það verður ekki annað sagt, en að hann Vésteinn sé að sanna eina ferðina enn, að hann er enginn aukvisi í þjálfuninni. Auðvitað þarf efniviðurinn að vera til staðar en Vésteinn hefur líka auga fyrir hvar hann er að finna. Frábært hjá þeim félögum og ástæða til að óska þeim til hamingju með titilinn.
mbl.is Vésteinn: „Þetta verður ekki stærra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg staða.

En mjög í samræmi við allt sem á undan er gengið. Nú þarf að bregðast við með stórkarlalegum niðurskurði hjá borginni, sennilega að stærstum hluta vegna óráðsíu og endalausrar einkavinavæðingar m.a. í skjóli þessa sama "Láfa litla".

Til hamingju Guðjón Arnar.


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband