Færsluflokkur: Dægurmál

Hvort var hamingja eða óhamingja á Hólmavík?

Óhamingja“ á Hólmavík
thorbjorn@mbl.is

Bloggað um fréttina

Mikil ölvun var á Hamingjudögum á Hólmavík aðfaranótt laugardags. Lögreglan hafði í nógu að snúast og nokkuð var um slagsmál. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa afskipti af unglingasamkvæmi þar sem ungmenni undir aldri höfðu áfengi um hönd. Var haft samband við foreldra barnanna. Einnig var kvartað undan hávaða frá unglingum við tjaldsvæði. Lögreglan þurfti einnig að stilla til friðar í slagsmálum milli heimamanna og aðkomumanna. 


mbl.is Vel heppnuð hátíð á Hólmavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallgrímur Helgason.

Það er hreint með ólíkindum hvað þessum dreng ratast mikið af gullkornum og sannleika á blað. Hver snilldargreinin af annari hafa komið á undanförnum vikum og þær ættu allar að vera skyldulesning, hver snilldin af annari. Í gær kom ein sem enginn má láta framhjá sér fara og segir allt sem segja þarf um ástandið í gjaldeyrismálunum.
Hann er svo sem ekki einn um að hafa uppi harða gagnrýni á flotkrónuræfilinn þessa dagana og hún kemur úr öllum áttum, allt niður í stuttbuxnadeildirnar, en forsætis og Davíð vilja "sveigjanleikann" framar öllu....nema kannski dollar...????
En hér birti ég greinina eins og hún kom í Fréttablaðinu í gær.
Verðstofa Íslands
"Sumarið er tíminn. Þá hringir maður í Húsasmiðjuna og pantar glugga í sumarhúsið. Ellefu stykki af tvöföldu gleri og tvær hurðir að auki, allt framleitt í faglegri smiðju í Eistlandi. Verð gefið upp í krónum en reiknað í evrum. "Þetta er náttúrlega 30% dýrara nú en í fyrrasumar," höfðu kunnugir varað mig við. En ég er grænn í gluggamálum og því sáttur við upphæðina. Þá var hins vegar komið að flotáhrifum íslensku krónunnar.

Mér snerist hugur varðandi lögun eins gluggans. Því þurfti að útbúa nýja pöntun. Og henni fylgdi nýtt verð. Þar sem krónan hafði fallið daginn áður var nýja verðið 90.000 krónum hærra. Af tilviljun mölluðu viðskiptafréttir í útvarpi á borði Húsasmiðjumanns. Einhver Benderinn sagði allt benda til þess að krónan myndi "styrkjast þegar líða tekur á daginn". Ég gerði mér upp frekari vandamál varðandi opnanlegu fögin og eftir að hafa hlustað vel á Morgunkorn Glitnis daginn eftir mætti ég í Húsasmiðjuna með nýja pöntun. Og fékk nýtt verð. Verð dagsins var 40.000 krónum lægra en gærdagsverð sem var 90.000 krónum hærra en fyrradagsverð. Jæja, jæja. Ég ákvað að kýla á þetta. En þá fékk ég það svar að "endanlegt verð" væri miðað við "afhendingardag". Samkvæmt nýjustu áætlun eiga gluggarnir að lenda í lok júlí. Frá því að pöntun fór í loftið hefur krónan fallið á hverjum degi.

Þegar tilveran snerist um dagróðra sættu menn lagi til að komast út úr brimgarðinum. Í flotkrónulandinu á maður ekkert val. Allt upp á von og óvon.

Sjómaður fræddi mig nýverið um sjómannslíf okkar daga. Það snýst ekki lengur bara um afla, veður og enska boltann. Nú hlusta sjómenn jafn spenntir á verðfréttir og veðurfréttir. Því aflaverðmætið miðast við evrur og hluturinn hásetans því jafn fljótandi og krónan. "Á leiðinni inn úr síðasta túr hækkaði verðmæti aflans um tíu milljónir. Bara á leiðinni inn fjörðinn. Verst að helvítið skuli ekki vera lengri."

Manni verður hugsað til þeirra sem véla með alvöru upphæðir, fólks sem pantar ekki bara glugga í eigin hús heldur reisir heilu blokkirnar, borgar laun og tekur milljónalán. Hvernig getur það sætt sig við að vinna frá morgni til kvölds með þessu skringilega verkfæri sem þjóðarmyntin er orðin? Króna að morgni er hálf að kvöldi …

Það má líkja þessu við fótboltaleik þar sem boltinn breytir sífellt um lögun. Í miðri fyrirgjöf er hann allt í einu orðinn að körfubolta. En þegar útsparkið er tekið er hann á stærð við tennisbolta. Aðeins eitt er öruggt: Í síðari hálfleik er boltinn orðinn á stærð við golfkúlu og endar svo sem hagl í uppbótartíma.

Það er þessi sveigjanleiki sem forsætisráðherra var að dásama í London í vikunni. Er Geir H. Haarde grínisti?

Daginn eftir bætti hann um betur: Ef kasta ætti krónunni væri dollar skárri kostur en evra. Hér talaði ekki viagra-bryðjandi bjórvembillinn sem kemur reglulega fram á netabol í símatímanum á Útvarpi Sögu, heldur forsætisráðherra Íslands. Hvers konar framtíðarsýn felst í því að ætla að senda barnabörnin út í búð með rakaþvældan dollaraseðil í vasa? Hvar væri slíkur málflutningur boðlegur? Á Cayman-eyjum kannski. En ekki Íslandi.

Á dollara og evru er talsverður munur. Evra er sameiginlegt myntkerfi sjálfstæðra ríkja. Dollari er gjaldmiðill eins lands. Munurinn á því að taka upp dal eða evru jafngildir muninum á því að selja sig og gifta sig.

Forsætisráðherra getur ekki leyft sér að tala eins og símakarl á Sögu. Við þurfum ekki meira dollaragrín heldur tilfinningu fyrir því að ráðamenn okkar hafi einhver ráð. Eins og staðan er nú virðist enginn þeirra geta haft áhrif á gengi krónunnar. Hið fljótandi gengi fylgir engu nema sjávarföllum. Og þótt sjómennskan sé Íslendingum kær er kannski full langt gengið að miða allt okkar líf við flóð og fjöru: Brauðið á borðinu, mjólkin í ísskápnum, innistæðan í bankanum: Allt minnkar það og stækkar eftir stöðu sjávar.

Ef ríkisstjórnin hefur engar hugmyndir aðrar en að halda dauðahaldi í þá skoppandi bauju sem krónan er orðin ætti hún í það minnsta að stofna Verðstofu Íslands, reisa henni hús við hlið Veðurstofunnar og láta útvarpa þaðan verðspá og verðfréttum oft á dag. Það minnsta sem flotkrónustjórnin getur gert er að segja okkur á tveggja tíma fresti hve miklu við höfum tapað. "Bandaríkjadalur, 82 krónur og 50 aurar, hækkandi, eftirspurn ágæt. Evra, 131 króna …" "


Hann gengur alveg á öllum hann Wenger.

Hann talar hér af mikilli skynsemi, eins og honum er líkt og hægt að taka undir hvert orð hjá honum. Það er vægast sagt undarleg afstaða sem sumstaðar hefur komið fram, hvar menn eru að óska þess að Madridingum verði ágengt í þessum skítavinnubrögðum við að reyna að klófesta besta knattspyrnumann í heimi. Það er nefnilega ekki til framdráttar deildinni í Englandi og gerir t.a.m. Liverpool ekki að betra liði þó Ronaldo fari til Madrid.
mbl.is Wenger vonar að Ronaldo verði áfram hjá United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er að duga eða drepast.

Það er mikið til í því hjá honum Martin, að nú verða þeir að taka sig saman í andlitinu og sparka frá sér. Þeir virðast hafa verið að fá árangur undir getu sem er blanda af klaufaskap og óheppni í mörgum tilfellum og nú er að taka til hendinni, ef ekki á illa að fara.
mbl.is McLaren ætlar að klóra í bakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíustyrkir?

Hvurslags blaðamennska er nú þetta? Fyrst blaðamanni tókst nú að kreysta þá fullyrðingu uppúr stórforstjóranum að allir aðrir en hans útgerð fái hjálp í formi olíustyrkja var að sjálfsögðu algert forgangsmál að láta manninn útskýra hvernig þeim væri háttað. Mér segir nefnilega svo hugur að hann sé að bulla um eitthvað sem hljómar sennilega en hann veit ekkert um. Ég er t.a.m. nokkuð viss um að ekki er hægt að finna neina "olíustyrki" í Færeyjum, veit ekki um rússa eða spánverja, en Eggert þessi veit kannski eitthvað sem við ekki vitum varðandi það og þar hefði átt að koma til kasta alvöru blaðamanns.
mbl.is Olíuverð minnkar veiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður ekki auðvelt....

....að fylla sæti Lampards hjá Chelsea, það er á tæru. Afar líklegt að margir eigi eftir að sakna hans á Stamford Bridge.
mbl.is Lampard farinn til Inter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað segir Johnsen?

Honum finnst þetta trúlega allt frekar barnalegt, miðað við fyrri yfirlýsingar? En hann hefur ennþá tækifæri karlinn til að skipta um skoðun á Björk og umhverfismálunum, batnandi mönnum ....og allt það.
mbl.is SÞ, Björk og Sigur Rós taka upp samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt hefði það nú verið....

...ef eitthvað annað en flenging Flokksins hefði komið útúr þessari könnun. Svo hrikaleg hafa vinnubrögðin verið hjá núverandi "við látum verkin tala" meirihluta og "Láfi litli" ber náttúrulega af þar, en það er nú varla annað hægt en að kenna ábyrgðarmönnum hans um skömmina, svo Hanna Birna hefur litla hjálp af félagsskapnum. Auðvitað sitja þeir svo uppí eyru í skandalnum frá tíð Villa viðutan.

Sem sagt allt eðlilegt með þessa niðurstöðu


mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsnin alveg yfirgengileg.

Hvað er hægt að hlusta lengi á þetta svokallaða "ráð"? Ég sé ekki betur en að þetta ruglulið sé löngu búið að fyrirgera því að nokkur heilvita sé að eltast við bullið í þeim.
mbl.is Mega ekki veiða hnúfubak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega í veginum???

Hvað stendur því fyrir þrifum að ungað sé út eins mörgum flugumferðarstjórum og þurfa þykir, svo ekki þurfi að nýðast svona á þessum ræflum sem í þessu eru? Mér hefur reyndar skilist, að mig minnir á einhverjum sem ætlaði að mennta sig í þessum fræðum, að það væri ekkert hlaupið að því. Þessir sömu yfirgangsseggir sem nú fara fram með ofbeldi eru kannski að stjórna því líka hvað þeir eru margir?
mbl.is Stefnir í verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband