Færsluflokkur: Dægurmál
21.5.2008 | 08:48
Hrefnukjöt fyrir helgi.
Það er ánægjulegt að eiga von á hrefnu á grillið fyrir helgina, en sjálfsagt verður það fljótt að klárast og sennilega verður það "fyrstur kemur fyrstur fær" með kjötið af þessu dýri.
Það mun vera mikið af hval á Faxaflóa og af miklu að taka hvað hrefnuna varðar svo þessi 40 dýra skammtur verður væntanlega fljótur að klárast.
![]() |
Fyrsta hrefnan veidd á Faxafló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 15:50
Það er greinilegt að þessi piltur ætlar ekki að flana að neinu.
![]() |
Ríkið gæti þurft að bregðast við þróun á fasteignamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2008 | 13:32
Össur láti Ingibjörgu um þessa rullu.
![]() |
Óánægja með hrefnuveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 08:11
Góður texti sem ég trúi að margir geti tekið undir.
Hann Þráinn Bertelsson skrifar magnaða bakþanka í Fréttablaðið í gær sem mér finnst ekki vandi að taka undir, en hann Þráinn er ótrúlega lunkinn við að hitta naglann rétt.
"Góði Geir, gerðu það, vertu memm!"
"Fyrir helgi kvað Geir H. Haarde formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands upp úr með skoðanir sínar á aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Í fyrsta lagi, að þegar vegnir væru kostir og gallar þess að ganga í Evrópusambandið væru kostirnir léttvægari [sic!]. Þess vegna vil ég ekki ganga í Evrópusambandið." Sagði Geir.
Í öðru lagi sagði Geir að ef við værum í Evrópusambandinu hefðu stjórnvöld ekki haft jafnt svigrúm til að laga sig að breytingum í alþjóðlegu umhverfi eins og gert hefði verið á síðustu mánuðum (sic!) ... Eina svigrúmið sem við hefðum haft væri á vinnumarkaði þar sem hægt væri að segja upp fólki og auka þannig atvinnuleysi. Viljum við það? Ég vil það ekki." Sagði Geir.
FORSÆTISRÁÐHERRANN sagði að á grundvelli EES-samningsins hefðum við einhverja ákveðna stöðu gagnvart ESB. En ég held að ef við værum komnir inn í sambandið og sætum við þetta stóra borð yrði lítið hlustað á okkar rödd." Sagði Geir sem getur stundum verið dáldið lítill í sér.
ÞETTA svartagallsraus þótti mér leiðinlegt að sjá haft eftir forsætisráðherranum mínum og nú langar mig að púrra hann upp: Fyrsta takmark Evrópusambandsins og höfuðtilgangur er að Frakkar og Þjóðverjar fari aldrei framar í stríð sín á milli og fleiri heimstyrjaldir breiðist ekki út frá Evrópu. Í stað stríða skulum við stunda friðsamlegt samskipti. Þessu markmiði hefur verið náð. Ég tel það henta hagsmunum þjóðar minnar. Um hagsmuni Flokksins þíns veit ég fátt. En hitt veit ég að forsætisráðherra Íslands á að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni Flokksins.
EVRÓPUSAMBANDIÐ er ævintýrið sem álfan okkar þurfti á að halda eftir hinar hræðilegu heimsstyrjaldir á síðustu öld. Hvar ævintýrið endar vitum við auðvitað ekki en góði Geir, ekki loka þig inni í Valhöll, komdu og vertu með í ævintýrinu. Og umfram allt leyfðu þjóðinni að ráða sér sjálfri, hvað svo sem BB og Flokkurinn tautar. Þetta snýst um frið og framtíðarsýn og samstöðu gegn aðsteðjandi hættum. Ekki um hvort hægt sé að hafa út úr Evrópusambandinu fáeinar krónur (evrur) og láta ekkert af hendi í staðinn."
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 20:17
Hvað er eiginlega í gangi?
![]() |
Hagsmunum fórnað með veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.5.2008 | 19:03
Einn góður á mánudegi...
Maður nokkur var að aka bíl sínum heim í mikilli rigningu, þegar hann sér unga konu við bilaðan bíl sem veifar til hans. Maðurinn tekur konuna gegnvota upp í, og spyr hvert hún sé að fara hún segist vera á leið í næsta bæ. Maðurinn býður henni því heim, þar sem stutt var heim til hans og hún rennvot. Þegar heim er komið, eru skilaboð frá konunni hans að hún hafi farið út að hitta vinkonur sínar.
Nokkru seinna kemur frúin heim og fer upp í svefnherbergi og sér þar manninn sinn vera í samförum við ókunnuga konu. Konan hleypur niður og maðurinn á eftir, í miðjum stiganum meðan hann hysjar upp um sig buxurnar kallar hann "ég get útskýrt" konan stoppar og segir "ég myndi elska að heyra þig útskýra þetta".
Sko, ég var að keyra heim og stoppa fyrir konunni þar sem hún stóð út í rigningunni og bauð hjálp mína, svo komum við hingað og hún spurði mig hvort konan mín ætti einhver gömul föt til að lána henni". "Ég sagði þá að þú ættir buxur sem þú væri löngu hætt að nota, blússu sem þú værir löngu löngu hætt að nota, einnig lét ég hana hafa sokka og skó sem þú varst löngu síðan hætt að nota og að endingu lét ég hana hafa jakka sem þú varst fyrir lifandis löngu hætt að nota".
Svo sagði maðurinn daufum orðum, "svo spurði stúlkan mig hvort það væri eitthvað fleira sem þú værir hætt að nota"?...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 12:23
Skynsamur Bernd Schuster.
![]() |
Schuster vonlítill um að fá Ronaldo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2008 | 19:20
Já það er magnað?

![]() |
Finch féll í vatnið og sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 09:48
Er svona rosalega mikið að gera þarna suðurfrá?
![]() |
Slagsmál og ólæti í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2008 | 08:51
Tilkomin vegna efnahagsástandsins?
Þó það nú væri, ætli það sé nú ekki og verði undirrótin að því að við sækjumst eftir aðild, ef til þess kemur? Ég hefði haldið að undirrót samstarfs við aðrar þjóðir væri oftar en ekki sú að menn vildu ná fram efnahagslegum bata, ætli það hafi ekki verið sýn þeirra sem börðust í gegnum EES samningana? Sigurður Kári þessi hefur ákveðið að fylla flokk forsætisráðherra varðandi aðildarviðræður, það er sennilega líka vænlegra til áhrifa þarna nú um stundir, og vera á móti öllu tali um aðildarviðræður við ESB.
Hann veit líka þó hann sé ekki gamall í hettunni, að honum muni vera óhætt svo lengi sem hann sleikir skóna formannsins og étur upp eftir honum sem mest. Það er heldur ekki er líklegt að klappliðið á landsfundi klappi fyrir neinu nema formanninum og hans skoðunum, eins og ævinlega. Svo fara menn tuðandi hver í sitt horn. En LÍÚ kórinn ætti að vera sáttur við sína menn þessa dagana.
![]() |
Krafan ekki um aðild en fremur breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
hallgrimurg
-
solir
-
jakobk
-
gretarro
-
sailor
-
hallibjarna
-
framtid
-
sisshildur
-
king
-
siggith
-
start
-
helgigunnars
-
villialli
-
himmalingur
-
drum
-
gisgis
-
hallidori
-
xfakureyri
-
ferskur
-
gisliivars
-
johnnybravo
-
peturorri
-
baldvinj
-
bjarnihardar
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
bleikaeldingin
-
fruheimsmeistari
-
gudrunmagnea
-
gustav
-
reynzi
-
zeriaph
-
gattin
-
seinars
-
siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar