Færsluflokkur: Dægurmál

Sigur hjá Portsmouth.

Það er gaman hjá Hermanni að ná að landa þessum titli í dag og ástæða til að óska honum til hamingju með hann. Cardiffmenn voru reyndar ansi öflugir og hefðu með smá heppni getað klórað þeim. Fínn leikur


mbl.is Hermann enskur bikarmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann vill ekki í ESB hann Geir.

Og það finnst mér bara ekki vera nein frétt. Hann hefur tuggið á þessu að minnsta kosti síðan hann tók við. Það er ekki líklegt að það verði neitt annað uppi í Sjálfgræðisflokknum svo lengi sem Geir fer þar fyrir málum og við því er sennilega ekkert að gera. Almennir flokksmenn á þessum bæ eru ekkert mikið að fetta í það fingur þó skoðanir séu stundum undarlegar, þeir synda bara með.
mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri nú allt í lagi.

Hull City ætti nú alveg inni að komast í úrvalsdeild, búnir að klifra ansi öruggum skrefum úr neðstu deild þarna upp og magnað að eiga nú möguleika á sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Grimsby sem var í sömu stöðu fyrir nokkrum árum hrapar niður árlega um deild og spurning hvar þeir enda....W00t
mbl.is Hull City mætir Bristol City í úrslitaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgengilega vitlaust.

Þetta mál er svo galið, að engu er líkara en að Þvagleggur lögga hafi verið að búa mál í hendurnar á dómara sem heldur að hann  sé sýslumaður. Aldeilis vonlaust rugl sem er öllum til skammar sem að því kom.
mbl.is Talsmaður Saving Iceland sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög ánægjulegt.

Það er ánægjulegt að geta verið hjartanlega sammála honum Einari Kristni varðandi málflutning bændaforkólfa sumra og fulltrúa verksmiðjureksturs í hvítu kjöti um innleiðingu matvælalöggjafar ESB. Nokkuð öruggt er líka að þar hefur Einar mikinn meirihluta þjóðarinnar með sér. Það er ótrúlegur málflutningur að halda að hér verði allt sett á annan endann í útflutningi matvæla með því að staðsetja okkur útí horni í þessum málum, eins og sumir vilja gera.

Það er ekki eins auðvelt að vera sammál Einari varðandi sjávarútveginn og þar er nokkuð öruggt að mikill meirihluti Íslendinga er ósammála vinnubrögðum stjórnvalda. En hann hefur ennþá einhverja daga til að bregðast við mannréttindanefndinni t.d., en það er ekkert sem vekur bjartsýni þar.


mbl.is Einar: Órökstuddar fullyrðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaður stjóri.

Það verður ekki tekið af Ferguson að hann er magnaður stjóri og ekki mikið um að hann sé hlaðinn hóli sem hann á ekki skilið. Gríðar góður árangur í vetur sem setur hann á þennan stall af kollegunum.
mbl.is Ferguson kjörinn knattspyrnustjóri ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hefur nú sýnt sig í því karlinn.

Það væri nú varla ástæða til að efast um glöggskyggni Fergusons varðandi leikmannakaup núna fremur en hingað til. Fáir hafa annað eins nef fyrir hæfileikum og hann og árangurinn talar sínu máli.


mbl.is Ferguson fær fé til styrkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað nær hann því hann Ferguson.

Það eru allavega með honum líkurnar er óhætt að segja. En "only time will tell"....Whistling
mbl.is Tíundi titillinn hjá Ferguson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir hitta fyrir ofjarla sína.

Þar kom að því að bankarnir hittu fyrir einhverja enn öflugri í gripdeildunum en þá sjálfa. Afkoman er nú samt varla í hættu, Guði sé lof.
mbl.is Miklu fé stolið úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var glæsilegt.

Og aldrei raunverulega í hættu þessi sigur. Enn ánægjulegra að vinna ekki titilinn á markamun heldur stigum. Það þarf ekki að deila um það hverjir eru bestir á Englandi, það liggur alveg klár fyrir sú niðurstaða...Wizard Wizard
mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband