Færsluflokkur: Dægurmál

Er hægt að fá þetta á mannamáli?

Um hvað snýst þetta nákvæmlega, það er ekkert auðséð um það útúr þessari frétt. Það er ótrúlegt annað en að einhver geti snúið þessu á Íslenskt mannamál.
mbl.is Glitnir Privatøkonomi svipt réttindum af norska fjármálaeftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru vel að þessu komnir.

Þetta er nú sanngjörn útnefning, það verður ekki annað sagt. Fergusoninn slær ekkert af og virðist eiga nóg inni enn og Ronaldo á vafalaust eftir að fá margar svona viðurkenningar áður en yfir líkur.
mbl.is Ferguson og Ronaldo menn mánaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli hún hafi ekki vitað að ekki mátti reykja?

Undarlegt kjaftæði, auðvitað setur félagið sér þær reglur, að ef fólk ekki geti sætt sig við reglur félagsins þá verði það að fljúga með öðrum. Ótrúlegt hvað sumir eru svakalega daprir til höfuðsins. Þegar tekið er á málinu þá er hún nógu vitlaus til að reyna að gera sig að einhverjum píslarvotti. Bara kjánalegt.
mbl.is Meinað að fara um borð í flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að finna eitthvað betra athvarf fyrir "Bubba kóng"

Það er aldeilis dæmalaus þessi dómsdagsspá Seðlabanka. Það er engu líkara en að þar á bæ ætli menn að taka niður verðbólguna með sparifé og eignum almennings, eina ferðina enn. En hvað ætlar Bubbi að gera fyrir utan að hækka vextina? Auðvitað verður Ríkisstjórnin að fara að láta sjást í einhver plön varðandi nútíð og framtíð.
mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Grímseyingar.

Þetta er mikill áfangi fyrir Grímseyinga og aðra þá sem treysta á samgöngur til Grímseyjar. Hvað sem segja má um aðdraganda þessara skipakaupa og breytinganna í framhaldinu, þá eru menn vonandi með gott skip í höndunum fyrir sem svarar rúmlega hálfvirði miðaða við nýtt.
mbl.is Jómfrúrferð Sæfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki allir sammála Kaká?

Hann veit nú hvað hann syngur þessi piltur og vonandi reynist hann sannspár. En auðvitað getur allt gerst, það er eins og alltaf, "það er ekki búið fyrr en það er búið".Cool
mbl.is Kaká: Ronaldo sá besti og Man Utd vinnur Meistaradeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú sama hvað hann vælir þessi.

Hann fær enga samúð hjá almenningi í þessu landi. Hér eru allir búnir að átta sig á hverslags happ það var að Framsókn tókst að bjarga Íbúðalánasjóði, (líklega u.þ.b. það einasem hægt er að þakka þeim.)
mbl.is Lárus Welding: Skýtur skökku við að ríkið reki banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla ásættanlegt.

En það kemur margt til, eins og fram kemur í tilkynningunni. Það er hinsvegar löngu ljóst að til að ná einhverjum tökum á vöruflutningunum verða þeir að breyta áherslunum að vetrinum og taka upp nýja taktík.
mbl.is Hagnaður af rekstri Smyril Line
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Henni Björk er ekki fisjað saman.

Það má alveg ljóst vera að hún er mögnuð hún Björk Guðjónsdóttir, hún gerir allavega ekki annað á meðan en hún reynir að réttlæta ruglið varðandi löggæslumál í kjördæminu. En gaman væri að heyra meira um þessi tækifæri sem minnkuð eða niðurlögð löggæsla felur í sér. Það eru nú ekki eingöngu Suðurnes sem verða fyrir afar undarlegri forgangsröðun ráðherrans, mér er nær að halda að hann beri jafnframt ábyrgð á því að löggæsla er jafn sjaldséð í Þorlákshöfn og þingmaður á milli kosninga. Vonandi verður ekki mjög langt í brotthvarf Björns Bjarnasonar úr pólitík svo við losnum undan hans undarlegu "herleiðöngrum".
mbl.is Tækifæri til að eyðileggja gott samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó ekki væri.

Ronaldo getur enn batnað og þroskast sem knattspyrnumaður og það væru því ekki mikil klókindi í því að fara að selja hann núna. Ég held einfaldlega að ef ekkert kemur fyrir, þá eigi Ronaldo eftir að skemmta áhangendum Man Utd í einhver ár ennþá. Ferguson er nú ekki vanur að sleppa því sem hann vill halda á annað borð. 
mbl.is Fjórtán milljarða boð í Ronaldo?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1497

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband