Færsluflokkur: Dægurmál
10.4.2008 | 10:25
Að stunda ekki hvalveiðar til að halda jafnvægi í náttúrunni?
Þessi snillingur er að tala þarna væntanlega til einhverra atkvæða án þess að hafa gripsvit á því sem hann er að fjalla um, eða talar gegn betri vitund. Það væri gaman að vita hvort einhver tilraun hefur verið gerð til að fræða manninn, eða hvort hann fer heim jafn tómur til höfuðsins og hann kom til fundarins. Auðvitað ættu allir sem búa á norðurslóðum að hafa lágmarks þekkingu á ástandinu í norðurhöfum og m.a. þeirri gríðarlegu aukningu á hval sem þar er við að etja núna og verður að stórvandamáli ef ekki verður brugðist við með því að fækka kvikindunum. Það er allt of algengt virðist vera, að fólkið velji hálfgerða kjána til að fara fyrir málum hjá sér.
![]() |
Svíar gagnrýna hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 16:19
Það var mikið að það kom hljóð af viti úr þessu horni!!!
Þetta er bara kortéri of seint, allur undirbúningur á lokastigi og það kæmi virkilega á óvart ef einhverju yrði um þokað þarna. Hvar var þetta fólk þegar bæjarstjórnin þeirra lamdist um á hæl og hnakka við að berja á Sturlu að klára frumvarp um Bakkafjöru í gegnum þingið í aðdraganda kosninga?
Nei, ég ætla nú að veðja á það að lög um þessa dellu verði látin fram ganga, til stórra vandræða fyrir framtíðina. En vonandi kem ég til með að hafa rangt fyrir mér.
![]() |
Safna undirskriftum gegn Bakkafjöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.4.2008 | 14:57
"Tóm lögreglustöð í Grindavík"
"Vakti hann enn fremur athygli á því að hin almenna lögggæsla í landinu væri að drabbast niður. Hann hefði nýverið verið í Grindavík og þar væri megn óánægja með það að þar stæði lögreglustöðin tóm. Þetta væri ástandið sem boðið væri upp á í einum af stóru kaupstöðum landsins. Sagði hann meiri fjármuni vanta í málaflokkinn og að nær væri að setja peninga í löggæslu en varnarmál. "
Hér er tilvitnun í ummæli Steingríms J Sigfússonar á Alþingi. Þessi ummæli gætu nú átt við víðar, það er ekki bara að hér í Þorlákshöfn sé aðstaða lögreglu tóm, heldur var henni lokað alveg. Það væri nú kannski sök sér ef þeir kæmu þá frá Selfossi af og til á einhverjum tímum sólarhrings en því er ekki að heilsa, ég hef séð hér til lögreglubíls 4 sinnum það sem af er ári og í 3 skipti að morgni dags í miðri viku. Hér búum við nánast í algeru fríríki hvað löggæslu varðar að hætti Björns Bjarnasonar. Hér eru þó einhverjar 1500 sálir, auk farandverkafólks, afar löghlýðnar virðist vera, en fyrr má nú vera?
Það er full ástæða til að spyrna við fótum og sjá til þess í það minnsta, að það sé einhver lágmarksviðvera lögreglu í þessum kaupstöðum, hvort sem það er lögreglustöð eða ekki og það er hægt að taka undir með Grindvíkingum fullum hálsi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 09:47
Hörundssárir "lúserpúllarar".

![]() |
Höfuðlaus Ringo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 21:58
Góður leikur hjá Liverpool.

![]() |
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2008 | 15:31
Sami grautur í sömu skál...
![]() |
Segir Íslendinga ekki hafa selt neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 14:57
Eðlilegt krafa miðað við aðstæður?
Það er sjálfsagt ekki flókið fyrir Bjögga, að ímynda sér að hægt sé að vera án einhverra af þessum sem eru á sjúkralistanum. Liðið er að synda einhversstaðar í meðalmennsku á þessum fáu mönnum sem ekki eru á sjúkralista. Hann hefur hinsvegar haft uppi áform um að koma liðinu á toppinn og þá þarf væntanlega að taka sig eitthvað á.
![]() |
Björgólfur fyrirskipar lækkun launakostnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 10:54
Ha,ha,..innantómur?
![]() |
Innantómur fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 22:30
Orð í tíma töluð.
![]() |
Tollfríðindi skili sér í vasa almennings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 13:41
Hef lent í svona aðstæðum.
Fyrir nokkrum árum og brá ekkert lítið. Var á fólksbíl á austurleið og mætti einum snillingnum svona á brekkubrúninni fyrir ofan Kaffistofuna, hélt ég yrði ekki eldri, en bjargaði mér eins og bílstjórinn í þessari frétt. Sá greinilega bílstjóran í hinum bílnum og hann var með símann á eyranu, eins og þeir eru eiginlega allir, enda voða lítið verið að agnúast útí það.
Held það sé brýnt að banna notkun síma á ferð, með eða án handfrjáls búnaðar, væri ekki hissa að þessi við Lambafellið hefði verið að kryfja heimsmálin....
En það er ánægjulegt ef menn "Leggs" verða á ferðinni á næstunni, þeir kannski kíkja við hérna við ströndina?
![]() |
Tókst að forða slysi með því að fara á rangan vegarhelming |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
hallgrimurg
-
solir
-
jakobk
-
gretarro
-
sailor
-
hallibjarna
-
framtid
-
sisshildur
-
king
-
siggith
-
start
-
helgigunnars
-
villialli
-
himmalingur
-
drum
-
gisgis
-
hallidori
-
xfakureyri
-
ferskur
-
gisliivars
-
johnnybravo
-
peturorri
-
baldvinj
-
bjarnihardar
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
bleikaeldingin
-
fruheimsmeistari
-
gudrunmagnea
-
gustav
-
reynzi
-
zeriaph
-
gattin
-
seinars
-
siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1497
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar