Skoðanir Arthúrs Bogasonar.

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í gær að setjast uppí bílinn og leggja land undir hjól, nema hvað að í útvarpinu var verið að tala við Arthúr Bogason og rekja úr honum garnirnar um kvótakerfið o.fl.

Mikið lifandis skelfing mundi þessi Guðsvolaða þjóð stökkva mörg skref fram á veginn, ef hún bæri gæfu til að eignast pólitíkusa sem hlustuðu á rök eins og þau sem hann "Túri" ber fram, á svo einfaldan og auðskilinn hátt að hvert barn skilur. Mér er nær að halda að landkrabbinn sem var að tala við hann hafi meira að segja áttað sig á sannindunum í málflutningi Túra, þrátt fyrir að segjast aldrei stunda veiðar af neinu tagi, ekki einusinni bleikju.

Það er ljóst mál að Hafrómenn eru að setja sínar dellur fram eftir bestu samvisku, miðað við þær forsendur sem þeir vinna eftir, þar sem þetta gjörsamlega galna togararall er upphaf og endir alls og þar erum við mikið sammála, en ég hef haldið fram að þetta væri ónýt vinnubrögð, alveg frá upphafi.

Ég hafði hinsvegar ekki hugsað úti af hverju Hafró-liðar hanga eins og hundar á roði í bullinu, en skýringuna kom Túri með, það er búið að eyða svo mörgum milljörðum í að búa til þennan grunn undir aðferðafræðinni, að það er ekki hægt að hætta!!!

Það skildi þó ekki vera??? Hann líkti þessu við að ef við færum í búðina og keyptum okkur tommustokk fyrir of fjár (af því hann væri svo fallegur og langur eða eitthvað) og löngu síðar kæmi í ljós að hann væri vitlaus. Þrátt fyrir rangar mælingar tommustokksins héldum við áfram að nota hann, vegna þess að hann kostaði svo mikið!!!!!

Það er ekki ólíklegt að þarna sé ein skýringin á því hvað mennirnir eru algerlega viti sínu fjær á kafi í þessu bulli sem þeir fá útúr togararalli, jafn arfavitlausu og það er.

Það ætti að skilda þingmenn til að hlusta á þennan útvarpsþátt, alla sem einn, um LÍjúgara þýðir ekki að tala, því þeir vilja halda sig í órunum, enda upphafsmenn að togararalli og leigja til þess skip á hverju ári.

Ég hvet alla sem ekki heyrðu þáttinn til að hlusta á hann inná Ruv.is og þeir verða ekki fyrir vonbrigðum.

Takk fyrir mig Arthúr Bogason og gangi þér allt í haginn í baráttunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hugsaðu þér nú Hafsteinn hversu margir svona rándýrir tommustokkar eru í brúki víðsvegar í samfélaginu.

Þegar hann Jón forðagæslumaður okkar í sveitinni kom til að mæla heystabbana var hann ævinlega með hæfilega langan spotta úr trollgarni.

Hann hafði mælt spottann heima og það var 1 metri á milli hnúta.

Okkur vantar menn með svona spotta út um allt í dag. 

Árni Gunnarsson, 22.10.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sjáðu svo hvað gerist þegar menn reikna út gögnin frá Hafró án falsana. Þá blasir við allt annar veruleiki og styður málflutning okkar sem erum að reyna að benda á þvæluna. Greinin í Mogganum í dag er mjög góð og segir það sem segja þarf. Hvernig í helv..... getur það viðgengist að ráðherra svari því til að menn séu ótrúverðugir þegar þetta er lagt fram. Eru þessir stjórnarliðar gjörsamlega búnir að tapa sér? Að sala á bjór og léttvíni skuli eiga hug þeirra allan gengur náttúrulega út fyrir alla (!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ekki prenthæft). Kv. Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 22.10.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 962

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband