Hér í Dåfjord....

.....á Karlsey í Troms voru í morgun NV 2m og -2°, fínasta veður sem sagt. En það er gert ráð fyrir -10 til 12° í nótt og á morgun svo það þarf eitthvað að galla sig betur, ekkert mál meðan ekki er vindur með því......
mbl.is Kalt á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki sjaldgæft að það sé  vindur þarna? Hafðu það gott.  Hefur þú nokkuð heyrt frá Herði?

Jóhann Elíasson, 3.2.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Góðan daginn kæri vinur,helv....gott veður hjá þér hérna var um 10c í gær og sennil svipað í dag sem er frábært.

Ávallt nóg að gera hjá ykkur þrátt fyrir allt.

Vignir Arnarson, 3.2.2009 kl. 09:26

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sælir,

jú Jóhann mér er sagt að það sé ekki mikið um það, helst að það gerist í NA en þá stendur hérna inn. Ekkert hitt Hörð, því er nú ver og ekkert af honum heyrt nema jólakortið.. Hafðu það gott sjálfur og við verðum í bandi.

Góðan daginn félagi, Já hér hefur verið góð tíð að undanförnu og enn betra suður frá, þar voru strákarnir á bolnum útivið í gær í sól og blíðu. Dagurinn er líka lengri þar. Já það er búið að vera nóg að gera þennan mánuð sem ég er búinn að vera á þessum bát. Endalaust bras og vesen, enda verið að rugga af stað bát sem var búinn að liggja og það kostar alltaf vinnu. En þetta er nú allt að gera sig, með þrjóskunni hefst það...

Kveðjur til þín og þinna héðan úr myrkrinu. Annars er að bætast klukkutími eða svo við birtuna núna á hverri viku. En hún var ekki löng birtan um áramótin..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvaða bát tókstu nú upp á að fara á og það í útlandinu?

Baldvin Jónsson, 9.2.2009 kl. 01:04

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Blessaður Baldvin. Ég er búinn að vera hérna viðloðandi síðan í fyrrasumar á ýmsum bátum frá sama aðilanum. Fór reyndar á föstudaginn hérna suður til Ålasunds og er að sigla þar núna með síldarúrgang frá verksmiðjum í bræðslu í Målöy, annars hef ég verið í kringum Tromsö frá áramótum að flytja meltugraut á tanka í Tromsö. Þetta er ágætt, nóg að gera, en hún fer nú að styttast þessi síldarvertíð sem er búin að vera afspyrnu góð.

Hún er reyndar svo góð að það er búið að stöðva veiðarnar nokkrum sinnum til að hafa stjórn á að ekki mokist bara inn í bræðslurnar, þær eru reyndar allar fullar núna líka. En það er mjög gaman að vera í kringum alla þessa aksjón, ég mætti einum 7 bátum drekkhlöðnum bara á leiðinni fyrir Stadt í blíðunni í gær. Stóru skipin eru reyndar mikið komin í loðnuna og einn stór dassi, "Fiskeskjer" er hérna við hliðina á okkur við bræðsluna núna ög þeir eru að fara á kolmunna næsta túr. 

En sem sagt, hér er nóg við að vera og bara gaman að vera í kringum allt þetta líf.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.2.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband