"Peningalykt" hverfur.

Nei hún hverfur ekki. Það sem hér hefur verið vandamál leysist ekki með turnum. Ýldulykt verður alltaf af skemmdu hráefni, það er öruggt og marga dagana er hún verst á svæðinu í kringum húnæðið. Uppúr niðurföllum í götunni og af afhleðslu vagnanna og þrifum á viðbjóðinum útí götuna. Það breytir engu hvað sett verður upp af dýrum turnum, svo lengi sem afferming og þrif á draslinu fer fram útí götu.


mbl.is Þorlákshafnarbúar losna við peningalyktina frá Lýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ég var einmitt að spá í því.

Nú veit ég að hluti af þessu hráefni kemur héðan úr eyjum, og lyktin af því þegar að það fer héðan, sérstaklega yfir sumartíman, er bara hreinlega vond (ég vinn við hliðina á staðnum þar sem að vagnarnir eru hlaðnir hérna í eyjum)

 Held því miður, að þetta komi ekki til með að breytast nein ósköp, gerir sjálfsagt eitthvað, en lyktin hverfur ekki.

Árni Sigurður Pétursson, 22.12.2009 kl. 08:15

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, þeir hafa ekki gengið nógu vel frá hráefninun og það er alltof gamalt. Einnig er það ólíðandi að bílarrnir eru með yfirfull kör um borð í Herjólfi og úldið vatnið af hráefninu lekur niður á dekkið. Ég bý í Þorlákshöfn og er því einn af íbúum sem hafa þurft að þola þessa ógeðslegu lykt. Einnig hef ég veirð að fara á milli lands og eyja vegna kennslu. Það er ógeðslegt að sjá þetta leka um allt um borð í Herjólfi. Ég vona að það verði tekið á þessu, þetta er búið að vera mikið vandamál.

Sigurlaug B. Gröndal, 22.12.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 947

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband