Iceland Express geta alveg verið rólegir.

Þeir koma alltaf til með að skjóta sig í löppina af og til hjá Icelandair, núna síðast er afar döpur frétt af þeim hér á mbl.is, eða hvar ég sá það, hvar þeir fella niður flug til Glasgow í einhverja mánuði, með ærnum kostnaði og leiðindum fyrir fólk. Það væri nú illt í efni ef þeir Flugleiðu hefðu getað haldið áfram í friði og spekt, að ræna lýðinn hérna?
mbl.is Iceland Express harmar árásir formanns FÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt ! Fólk má alls ekki gleyma því hvernig staðan var áður en Iceland Express kom til sögunnar. Iceland Express á heiður skilin, og vonast ég til þess að fólk viti að til þess að geta ferðast áfram ódýrt til útlanda þá er eins gott að Flugleiðir komist ekki aftur í einokunarstöðu.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:58

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Það væri nú gott að fá samkeppni í innanlandsflugið Hafsteinn, þvílíkt okur. Það var nú fljótlega kæft af útrásarmafíunni þegar þeir ætluðu að fara að fljúga í Egilstaði.

Grétar Rögnvarsson, 17.10.2008 kl. 14:31

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Grétar, ræningjahátturinn í innanlandsfluginu er auðvitað hneyksli. En þar er öll samkeppni kæfð með dyggum stuðningi yfirvalda, þeir eiga flugmálayfirvöld alltaf skuldlaus og beita þeim óspart.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 15:33

4 identicon

Enn einu sinni er Matthías Imsland að þyrla upp ryki í augu fólks. Hann segir að flugliðar og flugfreyjur starfi hjá fyrirtækinu. Ætlast þá til að fólk túlki orðið flugliðar sem flugmenn, en flugliði er freyja. Flugmenn Astreus eru ekki íslendingar.

Nonni (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:55

5 identicon

Það er full ástæða til að benda á í þessu sambandi, að Ice.Xpress er ekki flugfélag, Xpress hefur ekki flurekstarleyfi á íslandi!! Þetta fyrirtæki er eingöngu farmiðasala, sem selur miða með bresku flugfélgai, einstaklega heppilegt nú um stundir.

Xpress er heldur ekki ferðaskrifstofa, og hefur því td engar skuldbindingar gagnvart farþegum þeim sem þetta breska flugfélag flytur.

Kveðja.

B.

Bjössi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:58

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér er bara alveg slétt sama hverrar þjóðar fólk er klefanum og get ekki séð að Matthías þessi sé að þyrla upp neinu ryki varðandi þetta mál. Þarna erum við akkurat lent í yfirgangi og frekju flugmanna, eina ferðina enn og það frábið ég mér og hugsa að flestir séu með upp í kok af svoleiðis gíslingum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 17:19

7 identicon

En Hafsteinn, heldurðu að það væri nú ekki þjóðhagslega haghvæmara að ísland fengi þær tekjur sem af þessar starfsemi hlýst, heldur en að þær fari að lang mestu leyti til bretlands?

Þegar þú kaupir þér miða með xpress, þá fara þeir peningar náttúrulega að langmestu leyti úr landi. En þér er kannski sama um það ?

Bjössi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:58

8 identicon

Það er alltaf merkilegt að hlusta á menn gjamma um eitthvað sem þeir hafa ekki hundsvit á. Sérstaklega þegar skrif þeirra anga af biturð og öfund. Satt má það vera að STJÓRNENDUR Flugleiða, nú Icelandair og forvera þess hafi á sínum tíma misnotað einokunarstöðu sína, en ég get fullvissað þig um það Hafsteinn að stétt atvinnuflugmanna á íslandi réði þar engu um.

Málið snýst um að rétt skuli vera rétt. Það má einnig vera að þér sé skítsama hverrar þjóðar flugmennirnir séu og þyki það sjálfsagt betra að þeir séu breskir en íslenskir og er það að sjálfsögðu skoðun sem þú hefur rétt á að hafa.

Iceland Express er ekki flugfélag frekar en Bæjarinns Bestu Pylsur. Það er mergurinn málsins. Flugmenn þeir er starfa fyrir Astreus í Bretlandi eru þeir flugmenn sem Mattías Imsland er að eigna sér. Einnig veit ég ekki hvað farmiðasala sem ekki hefur flugrekendaleyfi ætti að vera að standa í að kaupa flugvélar sem það má ekki nota, þannig að ég verð að álykta að Mattías sé einnig að eigna sér flugvélakaup breska leiguflugfélagsins Astreus.

Það er ekki eðlilegt að tvö fyrirtæki séu í samkeppni á ójöfnum forsendum. Icelandair virðir þó allavega þau lög sem sett hafa verið hér á landi um að öllum íslendingum sé heimilt að vera í stéttarfélagi. Þú hefur kannski engann áhuga á því að tilheyra slíkum hópi, en þann áhuga hafa íslenskir flugmenn af afar augljósum mannréttinda ástæðum.

Heimir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 18:09

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það má vel vera að það hafi eitthvað með þjóðarhag að gera að okra á þjóðinni, en ég dreg það í efa. Ég man þá tíð þegar ekki var í önnur hús að venda en til þeirra Flugleiðu. Samkeppni verður hér að vera það er klárt, hvort sem hún er innlend eða erlend.

Ég hef örugglega jafn mikið vit á því okri sem hér var í fargjöldum fyrir tíma IE og þú Heimir og langar ekkert í það aftur, hvað sem líður hagsmunum flugmanna. Hér er bara engin biturð útí einn eða neinn og þaðan af síður held ég að ástæða sé til að öfunda neinn í þessu máli.

Það hefur heldur enginn haldið fram að IE sé flugfélag og þó eru þeir það svona álíka og að Samskip er skipafélag þó það leigi allt til rekstrarins, er það ekki? Eða er Samskip ekki skipafélag?

Íslenskir flugmenn, sem þú sennilega tilheyrir hafa svo að endingu oft verið iðnir við að draga að sér neikvæða athygli.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 18:39

10 identicon

Bitur maður Hafsteinn.

Bjössi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 18:44

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

..þarf nú ekki að vera bitur þó ég sé ekki flugmaður....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 953

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband