Það er bara ekki að því að spyrja.

Að þegar hann Vilhjálmur Egilsson gefur eitthvað frá sér, þá er talað af viti. Auðvitað á að þvæla þessum gjaldþrotum, einu eða fleirum, helst öllum, inná erlenda banka sem eru að tapa þarna peningum, með þeim skilyrðum að þeir væru reknir áfram. Það vantar ferskt loft inní þessi gjaldþrot.

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að það er það sem að vantar, sterkir erlendir bankar sem geta sett hér inn það lánsfé sem ekki er til í landinu og íslenska ríkið getur ekki skaffað inní bankana. Með þessu væri verið, þó seint sé, að leiðrétta þau mistök sem gerð voru við einkavinavæðinguna, að fá inn erlenda banka sem meðeigendur.

Sparisjóðirnir eru hæfilegur pakki fyrir okkur til að reyna að halda gangandi, til mótvægis við erlenda banka sem væru hér á markaðnum.


mbl.is Erlendir kröfuhafar eignist í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eru menn ekki að tala um að það verði að koma einn af þessum bönkum sem fyrst í hendur enkaaðila enda það mjög skynsamlegt eins og dæmin sanna.

Óðinn Þórisson, 8.11.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: haraldurhar

    Hafsteinn það ætti að liggja nokkuð ljóst í spilunum, að ef fyrirtæki fara í þrot, þá er settur bústjóri yfir þrotabúið, svo er einning með ísl. bankana, og þeir sem í raun eiga þá eru lánadrottnar þeirra, að stærstum hluta erl. bankar.

   Það að taka út úr þrotabúi eignir og fara fénýta þær eingir eins og gert hefur verið hér, hlítur að fela í sér að rauneigendur bankanna muni sækja sinn rétt, og endurheimta góssið inn í þrotabúið. 

   Eg skil að vísu fátt, og nær engar ráðstafanir ísl. ráðamanna í sambandi við stofnun nýrra banka með yfirtöku á bönkunum.  Sem dæmi að á Alþingi hafi komið fram tilllögum um ráðstöfun málverkasafn bankanna, sem hljóta eðli málsins að vera eign þrotabúanna.

   Þessi hringavitleysa er rétt að byrja.  Það er nokkuð augljóst að yfir 70% af skuldurum svokallaða Ríkisbanka erum gjaldþrota, og með því ljóst að þetta rugl með stofnum nýrra banka er andvana fætt. 

haraldurhar, 8.11.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég held bara áfram að vera með mín viðskipti í Sparisjóðnum.

Víðir Benediktsson, 8.11.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég "lenti í" uppákomu í bankanum mínum sem ég hafði átt öll mín viðskipti við allar götur síðan amma gaf mér bankabók. Þessi uppákoma gerði það að verkum að ég taldi mér ekki vært og ég yrði að leita annað. Þá komst ég að því að það þekkti mig enginn annar banki. Ég hafði aldrei inní annan banka farið.

Þetta varð þess valdandi að ég kom mér upp viðskiptum í tveimur bönkum og Sparisjóði og því hef ég haldið áfram Víðir þó allt sé í stakasta lagi með gamla bankann minn núna.

Ég einfaldlega hét sjálfum mér því að lenda ekki í svona klessu aftur. Svo lengi lærir sem lifir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.11.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er algerlega sammála þér Haraldur, þetta er rétt að byrja og við munum margir liggja óbættir hjá Garði áður en yfir líkur, því miður, en svona er þetta.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.11.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 982

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband