Færsluflokkur: Dægurmál

Hefur einhver trú á því???

Að menn sem hafa látið Sægreifa troða á rétti sínum árum saman fari að taka sig saman í andlitinu og stræka á eitthvað? Væri þá ekki ráð, ef þeir eru orðnir svona samstæðir, að berja á réttum aðilum og fá kaupið sitt lagfært með eðlilegu fiskverði, staðaruppbótum og hvað sem það heitir allt?
mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hvetja þeir menn til að sigla í land???

Þessir endemis ónytjungar sem ekki hafa verið færir um að ná neinu fram fyrir þessa stétt í áraraðir? Hefði ekki verið ástæða til að hvetja til að sigla í land til að fá fram réttláta verðlagningu á fiskinum, til dæmis? Algerlega ótrúlegt lið sem ekki er hægt að öfunda nokkurt stéttarfélag af.
mbl.is Hvetja sjómenn til að sigla í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver að trúa Hagatíðindum?

Að ég nú ekki minnist á hjáleiguna, Viðskiptablaðið? Ekki dettur mér í hug að halda að nokkur maður sé að spá í þetta þvaður, ef frá eru taldir innvígðir og innmúraðir og þeim verður hvort sem er ekki bjargað.
mbl.is Ráðherra segist ekki hafa beitt sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna verður vitleysunni allt að vopni.

Hvernig í fjandanum dettur mönnunum í hug, að flæma frá sér öflugan félagsmálamann? Ég hélt nú að upplitið væri nú ekki svo björgulegt á þessum stöðugt dalandi samtökum, að það væri tilefni til svoleiðis heimsku?

En það er nú auðvitað þannig, að vitleysunni verður allt að vopni hvað þetta varðar og oftar en ekki eru menn að berjast á vitlausum vígstöðvum.


mbl.is Segir sig frá trúnaðarstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó ekki væri?

Er ekki verið að ganga frá skuldum við bankann og koma með nýja peninga að félaginu? Hverslags vinnubrögð væru það að taka inní það ferli einhverja mögulega kaupendur?

Annars er ruglið sem moggaræfillinn er búinn að blása upp í kringum þetta mál með endemum og ekki undarlegt þó menn rugli í þeim skít svolítið.


mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð áform skaða nú engan.

Og eru reyndar nauðsynleg, en það getur nú fyrr orðið gott en að þeir vinni alla leiki sem eftir eru. Það mun Chelsea heldur ekki gera, svo á endanum verður spurt um hvor tapar fleiri stigum. Þessi lið verða allavega þau sem berjast um toppinn, spái ég.
mbl.is Ferguson: Nauðsynlegt að komast á gott skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill vill meira og meira og .......endalaust.

Það er enginn vafi, Líú vill meira. Held þeir ættu að sýna okkur fyrst og fremst að þeir séu færir um að gera verðmæti úr þessum afla, svona eins og aðrar þjóðir. Öðruvísi eiga þeir ekkert inni annað en ergelsi annara sem eru að horfa uppá gúanófiskiríið.
mbl.is LÍÚ vill meiri makríl en Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukning aflaverðmætis...?

Hverslags reiknikúnstir eru það að geta fundið út að 19% HÆKKUN Í ÓNÝTRI FLOTKRÓNU á milli ára, sé eitthvað að gera fyrir flotann? Þetta er ekkert minna en hrun, enda er veruleg lækkun afurðaverðs á flestum mörkuðum. Hvernig væri nú, að "moggaræfillinn" setti einhvern sem kann að reikna eða matreiða hlutina, í það að finna út réttar stærðir í málinu?
mbl.is Aflaverðmæti eykst milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er aldeilis gagn af því?

Ekki trúi ég að hann verði þeim auðveldur, píndur til að tala við þá? það verða enhver rá hjá kalli til að verða "réttu megin" útúr þeim viðtölum.
mbl.is Ferguson neyddur til að tala við BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flest virðist hér til bóta.

Já og má mikið vera ef þetta er ekki allt til bóta sem hér er lagt til. Það er aðeins spurning hvort ganga hefði átt lengra á sumum sviðum, en einhversstaðar verður að byrja. Þetta er nú meira en maður átti von á, það á nú aldeilis eftir að heyrast frá kvótamiðlinum hér í hádegismóum. En það hefur vonandi ekkert að segja. 
mbl.is Dregið úr heimildum um flutning aflamarks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband