Fjölmiðlar...

....Sjálfstæðisflokksins (og Lúðarnir fljóta með ennþá) þ.e. Moggi, Blaðrið og RÚV toppuðu nú hressilega núna. Það hefði nú þurft að segja mér það oftar en einu sinni í gærkvöldi, að viðtalið við sjómennina á Stöð 2 í gærkvöldi yrði þagað svona gersamlega í hel að það væri ekki á það minnst??? Algerlega ótrúlegt að fletta Mogga í morgun og ekki eitt einasta orð um málið???

Þarna koma fram tveir grandvarir og stálheiðarlegir menn, sem örugglega vita hvað þeir eru að segja og auk þess búnir að taka þátt í ruglinu og mér allavega fannst þetta mörgum sinnum merkilegri frétt í gær en allar hinar, að skoðanakönnunum meðtöldum. Auðvitað vitum við sem teljum okkur þekkja þankaganginn hvað hér er í gangi, það er haldið áfram lygunum með þögninni, svo einfalt er það nú.

Allt plottið gengur útá að rugga ekki við bátnum fyrir kosningar, sem eru jú í dag, gott fólk þær eru í dag, og þeir sem bera ábyrgð á því kvótakerfi andskotans sem leiðir af sér svona drullusokkshátt eru að biðja þjóðina um framlengingu á umboðinu, til frekari niðurlægingar fyrir sjávarbyggðir og alla þá sem eru tengdir sjávarútvegi. Það er ekki endilega það að það þurfi að henda kerfinu fyrsta ganginn, heldur er málið að stoppa í vitleysuna sem þessi alvitlausa verðmyndun og í leiðinni vigtun í vinnslustöðvum kvótaeigenda með framhjálöndun og um leið meðgjöf til þeirra leiðir af sér, það eru sterkar vísbendingar um að svoleiðis kerfisbreyting mundi stórlaga ástandið þessari svínastíu..... ÞAÐ ER VITLAUST GEFIÐ og það verður að skipta út gjafaranum því hann er búinn að gefa vitlaust allt of lengi og við höfum fengið nóg.

Ég trúi bara ekki að fólk muni leiða hjá sér þá umræðu sem fór í gang með Kompásþættinum, ég neita að trúa því og hef bara meira álit á almenningi en það og greinilega miklu meiri trú en Moggarnir, allir, sem ekki treysta fólki til að fara með svona fréttir á kjördag. Ég skora á alla hugsandi menn og konur að spyrja spurninga í dag og ekki láta draga sig á kjörstað eins og rollur í rétt, umhugsunarlaust.

Hengi hér að endingu fyrri tilskrif frá mér af sama meiði, sem eru í fullu gildi. Hafiði góðan kjördag.

Slóð: http://hva.blog.is/blog/hva/entry/155289

Slóð: http://hva.blog.is/blog/hva/entry/166944

Slóð: http://hva.blog.is/blog/hva/entry/187864


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 983

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband