24.2.2009 | 09:47
Þannig var það fyrir einhverjum 50 árum, já.
En það var nú annar tíðarandi og ekkert verið mikið að velta sér uppúr slíku. Bara aumingjaskapur ef ekki var bara bitið á jaxlinn, reynt að berja frá sér, jafnvel þó þeir væru eitthvað aðeins of margir og í versta falli að grenja yfir öllu saman. Það versta var að klaga eða kvarta, það var bara ekki í myndinni og skemmdir á fötum eða einhverjar skurfur lognar til.
En fjandinn hafi það, þetta á bara ekki að geta viðgengist í dag og ef svo er, sem ég er ekkert að efast um, er það eitthvað sem eiga að vera til sérfræðingar til að höndla.
Annars hef ég alltaf haft tilhneigingu til að vorkenna þeim sem eru gerendur í eineltinu, hefur oft orðið hugsað til þess, að ekki vildi ég burðast með svona athæfi á samviskunni ævina út. En auðvitað var þetta oft barnaskapur og vitleysisgangur sem átti að stöðva af fullorðnum og þeirra er ábyrgðin á eineltinu, alltaf. Bæði foreldra og skólayfirvalda.
![]() |
Einelti látið viðgangast á Selfossi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 08:38
Auðvitað kaupa menn sér ráðgjöf.
það segir sig sjálft, að ef þú tekur að þér ráðuneyti sem fer með málefni sem þú ekki hefur gripsvit á, vilt ekki opinbera vanþekkinguna fyrir vel menntuðu og kláru starfsfólki ráðuneytisins, þá ferðu til "innvígðra og innmúraðra", vina og skólafélaga og kaupir þér aðstoð. Færð haug af skýrslum, greinargerðum og tillögum, veður svo fram á völlinn, (þegar búið er að læra heima) og þykist allt vita. Þetta ferli tekur svona 1-2 ár og kostar þessar 24 millur.
Svo kemur næsti ráðherra og kannski veit hann eitthvað meira, eða ætlar bara að vera stutt og nota starfsfólið í ráðuneytinu og/eða ráðgjafavinnuna dýru, sem enn liggur einhversstaðar á borðunum. En þá verður fyrrverandi voða sár og segist hafa fundið upp hjólið.
Er þetta ekki einhvernveginn svona sem við erum að sjá þennan leikþátt gerast núna....?
![]() |
Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 19:02
þeir mega nú trúlega bíða dulítið?
![]() |
Beðið eftir siðareglum Framsóknarflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2009 | 18:49
Og hvað er í þeim fyrir Finn og Co?
![]() |
Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2009 | 18:41
Enginn sérstakur fögnuður sosum....
Sá ekki þennan leik, en er þetta ekki allt eftir bókinni? Það vantar nefnilega "meistaragenin" og þar með alla heppni í þessa menn. Þannig að þeir geta sennilega ekki orðið meistarar....??? Þeir hafa þetta ekki í sér. En er ekki jafntefli bara ansi gott???
![]() |
Enn eitt jafnteflið hjá Liverpool á Anfield Road |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2009 | 14:16
Þarf nú ekki eitthvað að vera vitað á fólk....
...til að taka það af lífi. Hinsvegar er alveg laukrétt það sem Atli segir um ústreymi peninga úr sjóðunum dagana fyrir hrunið og þá sérstaklega sjóðum Landsbankans. Ég trúi að það séu ekki margir sem ekki hafa dæmi um fólk sem slapp út úr sjóðnum hjá LÍ vegna ábendinga og í mörgum tilfellum frá innviðum bankans erlendis. Þetta er allt verið að skoða og skilgreina, er okkur sagt og rétt að anda með nefinu á meðan. En ég óttast að það komi ekki nein glæsimynd af stjórnendum og/eða eigendum bankanna útúr þeirri skoðun og þá reiðir Atli til höggs, heyrist mér, en vonandi ekki fyrr.
![]() |
Útrásarvíkingana á válista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2009 | 13:51
Hann þekkir þetta allt hann Margeir.
Enda búinn að dansa með í kringum þennan hlutabréfa-gullkálf allan tímann og hagnast vel. Kannski hefur hann sloppið úr landi með hagnaðinn af ruglinu til að koma því í eitthvað sem er fastara í hendi en Íslenskir bankar, en ekki minnist ég þess að hafa séð neinar aðvaranir eða athugasemdir frá honum um hvernig glæpamennskan gekk fram í bönkunum hér. Hann hefði nú gert meira gagn með því að opna sig þá, heldur en að gelta núna um hluti sem allir geta séð.
Hann er kannski ekki meiri sérfræðingur en þetta, bara rétt eins og ég og þú? Varhugavert að treysta honum fyrir peningum.
![]() |
Hlutabréfaverði var haldið uppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2009 | 15:58
Hann á nú aldeilis heiður skilinn hann Jón Baldvin.
Ég veit ekki hver, ef ekki hann. Bæði er hann nú einn afkastamesti og öflugasti pólitíkus sem ég man, alveg eldklár, auk þess sem hann hafði þann góða kost að hann var alltaf skemmtilegur. Það er kostur sem mér finnst virkilega nauðsynlegur, að menn sem eru að brasa í pólitík séu ekki að drepa mann úr leiðindum ef þeir opna munninn. Það má Davíð eiga líka, oftast skemmtilegur, þar til hann komst í þetta hundleiðinlega hlutverk sem hann er í núna.
Til hamingju með daginn Jón Baldvin, það væru not fyrir nokkra eins og þig núna, í öllum flokkum.
![]() |
Húsfyllir til heiðurs Jóni Baldvini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2009 | 09:13
Og hvað...?
Er verið að reyna að segja okkur að Waitrose séu að hætta fisksölu, taka hann bara úr hillunum endanlega? Fólk ræður því hvort það trúir svona þvaðri, en þetta er það sem þessi "frétt" þýðir. Ef þeir ætla ekki að selja fisk frá Íslandi, eru þegar hættir viðskiptum við Færeyjar og Noreg geta ekki selt úr "ofveiddum" stofnum í kringum sig og hvað er þá eftir?
Ef það er þeirra niðurstaða, að þeir geti ekki selt fisk frá þessum löndum og taki þar af leiðandi úr hillum sínum allan fisk, þarf fólk væntalega að fara í aðra stórmarkaði til að kaupa soðninguna. Þ.e. þeir sem ekki ákveða þá að láta leiða sig eins og lömb til slátrunar. Hinir fara bara áfram í Waitrose og kaupa "skíthoppara" eða annað ódýrt kjöt (umhverfisvænt, að sjálfsögðu). En ég trúi nú að það verði mikill minnihluti. Hinir fara bara í Tesco eða annað og kaupa þá bæði fiskinn og kjötið og Waitrose tapa viðskiptum sem væntanlega verður ekki vel séð.
Það er ekki hægt að hlaupa eftir svona hótunum, sama hvaða leið þær koma. Sagan kennir okkur að þetta er oftar en ekki stormur í vatnsglasi. En það er hægt að skilja sendiboðann, hann er að sjálfsögðu að óttast um sína afkomu, fari þetta eftir. En hann er seigur og ég treysti honum til að koma sínum vörum inn hvar sem er, svo ég hef greinilega meiri trú á honum en hann sjálfur...?
![]() |
Segir fjölda starfa tapast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 22.2.2009 kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2009 | 11:36
Það þarf að vera agi á hernum.
Ekki spurning um það og það er heldur enginn vafi að honum heldur Ferguson uppi. Hann hefur svo marg sýnt það, að menn komast ekki upp með neinn moðreyk og ef þeir ekki rekast eftir hans reglum þá verða þeir að víkja, hversu góðir sem þeir eru. Hann hefur líka verið duglegur við að standa við bakið á þessum strákum sem hafa lent í einhverjum vandamálum og bakkað þá upp eins og þurft hefur.
Hann er mikill sálfræðingur auk alls annars hann Sir Alex.
![]() |
Ferguson refsaði Welbeck fyrir hrokafullan fögnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
baldurkr
-
hallgrimurg
-
solir
-
jakobk
-
gretarro
-
sailor
-
hallibjarna
-
framtid
-
sisshildur
-
king
-
siggith
-
start
-
helgigunnars
-
villialli
-
himmalingur
-
drum
-
gisgis
-
hallidori
-
xfakureyri
-
ferskur
-
gisliivars
-
johnnybravo
-
peturorri
-
baldvinj
-
bjarnihardar
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
bleikaeldingin
-
fruheimsmeistari
-
gudrunmagnea
-
gustav
-
reynzi
-
zeriaph
-
gattin
-
seinars
-
siggisig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar